Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2024 15:03 Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Suðurlandi og er verð á nýjum íbúðum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg að nálgast sama verð og á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Árborg er nú tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir í byggingu eða í deiliskipulagsferli og aðrar tvö þúsund íbúðir eru á teikniborðinu. Starfsmenn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hafa verið á ferðinni um landið með fundi þar sem yfirskriftin er; "Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni”. Einn slíkur fór fram í vikunni á Selfossi þar sem farið var yfir stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi. Fundurinn var haldin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að staða íbúðabygginga sé mun betri á Suðurlandi heldur en annars staðar úti á landi. „Það er mikil uppbygging á Suðurlandi og hún er í rauninni í takti við íbúðaþörfina á þessu ári og á næsta ári þannig að það þarf bara að halda dampi og halda því áfram svo hún detti ekki niður. Á Suðurlandinu er Sveitarfélagið Árborg með um helming íbúða í byggingu þannig að þeir eru langstærstir á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. En er mikil og brýn þörf á nýbyggingum á Suðurlandi? „Já, það er talsverð þörf og eins og tölur um sölutíma og söluverð segir okkur þá er eftirspurnin gífurleg þó á vextir séu mjög háir, þá er húsnæðisþörfin það mikil að íbúðirnar seljast,” bætir Jón Örn við. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg var einnig með erindi á fundinum en hjá honum kom m.a. fram að nú eru 2.500 íbúðir samþykktar eða í deiliskipulagsferli í sveitarfélaginu og aðrar 2.000 á teikniborðinu. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg sagði frá mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu þegar um nýjar íbúðir er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eru íbúðir lengi að seljast á Suðurlandi? Ein af glærunum frá Braga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í sögulegu samhengi tekur það mjög stuttan tíma eða 50 daga að klára söluna alveg, þar að segja kaupsamninginn,” segir Jón Örn. Hvað með íbúðaverð á svæðinu, hvernig er það? „Íbúðaverðið hefur sömuleiðis farið mjög hratt upp undan farin ár en frá 2017 hefur íbúðaverð á Suðurlandi tvöfaldast á föstu verðlagi þannig að íbúðaverðið er einmitt á mikilli uppleið núna,” segir Jón Örn að lokum. Mætingin á fundinn var þokkaleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Starfsmenn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hafa verið á ferðinni um landið með fundi þar sem yfirskriftin er; "Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni”. Einn slíkur fór fram í vikunni á Selfossi þar sem farið var yfir stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi. Fundurinn var haldin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að staða íbúðabygginga sé mun betri á Suðurlandi heldur en annars staðar úti á landi. „Það er mikil uppbygging á Suðurlandi og hún er í rauninni í takti við íbúðaþörfina á þessu ári og á næsta ári þannig að það þarf bara að halda dampi og halda því áfram svo hún detti ekki niður. Á Suðurlandinu er Sveitarfélagið Árborg með um helming íbúða í byggingu þannig að þeir eru langstærstir á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. En er mikil og brýn þörf á nýbyggingum á Suðurlandi? „Já, það er talsverð þörf og eins og tölur um sölutíma og söluverð segir okkur þá er eftirspurnin gífurleg þó á vextir séu mjög háir, þá er húsnæðisþörfin það mikil að íbúðirnar seljast,” bætir Jón Örn við. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg var einnig með erindi á fundinum en hjá honum kom m.a. fram að nú eru 2.500 íbúðir samþykktar eða í deiliskipulagsferli í sveitarfélaginu og aðrar 2.000 á teikniborðinu. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg sagði frá mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu þegar um nýjar íbúðir er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eru íbúðir lengi að seljast á Suðurlandi? Ein af glærunum frá Braga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í sögulegu samhengi tekur það mjög stuttan tíma eða 50 daga að klára söluna alveg, þar að segja kaupsamninginn,” segir Jón Örn. Hvað með íbúðaverð á svæðinu, hvernig er það? „Íbúðaverðið hefur sömuleiðis farið mjög hratt upp undan farin ár en frá 2017 hefur íbúðaverð á Suðurlandi tvöfaldast á föstu verðlagi þannig að íbúðaverðið er einmitt á mikilli uppleið núna,” segir Jón Örn að lokum. Mætingin á fundinn var þokkaleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira