Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 19:01 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra furðar sig á vaxtahækkunum sumra lána hjá fjármálastofnunum. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri segir ástæðuna m.a. vera háa raunvexti. Már Wolfang Mixa dósent við H.Í. telur bankanna geta brugðist öðruvísi við. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ fordæmir hækkanir meðan launafólk hafi haldið að sér höndum. Vísir Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann. Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann.
Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira