Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við.
Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira