Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við.
Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira