Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:12 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“ Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira