Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:12 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“ Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira