„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 22:54 Jón Pétur Zimsen er á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vísir/Arnar Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Hann birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem gerði yfirstandandi verkfallsaðgerðir Kennarasambandsins að umfjöllunarefni sínu. Þar segir hann að ólíkt því þegar flestar aðrar stéttir fara í verkfall bitni verkfall kennara mest á þriðja aðilanum, nánar tiltekið nemendum og foreldrum þeirra og svo þeim sem eru í verkfalli á meðan viðsemjandinn fær pening í kassann fyrir laun sem eru ekki greidd á meðan verkfalli stendur. Jafnframt segir hann að sagan sýni að sveitarfélög og stjórnmálamenn láti lítið á sig fá nema allur almenningur öskri að nú sé nóg komið. „Þess vegna er það einkennilegt að kennarar velji að vera með örhóp í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Það þýðir að þessi þriðji aðili, börn og foreldrar, þurfa að bera mestar byrðar og færa mestar fórnir í formi tapaðs náms, verri líðan, vinnutaps og örvinglan,“ skrifar Jón Pétur. Lífi barnanna umturnað Hann segir hér vera siðleysi í gangi sem bitni mikið á þessum örhópi. Lífi barnanna og fjölskyldnanna hafi verið umturnað. „Nú er örhópur í samfélaginu sem er á milli steins og sleggju. Hann reynir og reynir að segja frá að það sé verkfall í gangi sem kosti hann stórkostlega mikið því að börn þeirra fá ekki að mæta í skólann. Að fá ekki að mæta í skólann er hörmung enda gegna skólar algeru lykilhlutverki í samfélaginu á margan hátt. Þetta verkfall fær ekki mikla umfjöllun enda snerti það mest þennan örhóp og þá kennarar sem eru í verkfalli og virðist því ekki vera fréttaefni,“ segir Jón Pétur. „Eitt barn/ungmenni sem tapar tækifærum eða skaðast vegna þessa verkfalls er einu barni/ungmenni of mikið, ábyrgðin er mikil.“ Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Hann birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem gerði yfirstandandi verkfallsaðgerðir Kennarasambandsins að umfjöllunarefni sínu. Þar segir hann að ólíkt því þegar flestar aðrar stéttir fara í verkfall bitni verkfall kennara mest á þriðja aðilanum, nánar tiltekið nemendum og foreldrum þeirra og svo þeim sem eru í verkfalli á meðan viðsemjandinn fær pening í kassann fyrir laun sem eru ekki greidd á meðan verkfalli stendur. Jafnframt segir hann að sagan sýni að sveitarfélög og stjórnmálamenn láti lítið á sig fá nema allur almenningur öskri að nú sé nóg komið. „Þess vegna er það einkennilegt að kennarar velji að vera með örhóp í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Það þýðir að þessi þriðji aðili, börn og foreldrar, þurfa að bera mestar byrðar og færa mestar fórnir í formi tapaðs náms, verri líðan, vinnutaps og örvinglan,“ skrifar Jón Pétur. Lífi barnanna umturnað Hann segir hér vera siðleysi í gangi sem bitni mikið á þessum örhópi. Lífi barnanna og fjölskyldnanna hafi verið umturnað. „Nú er örhópur í samfélaginu sem er á milli steins og sleggju. Hann reynir og reynir að segja frá að það sé verkfall í gangi sem kosti hann stórkostlega mikið því að börn þeirra fá ekki að mæta í skólann. Að fá ekki að mæta í skólann er hörmung enda gegna skólar algeru lykilhlutverki í samfélaginu á margan hátt. Þetta verkfall fær ekki mikla umfjöllun enda snerti það mest þennan örhóp og þá kennarar sem eru í verkfalli og virðist því ekki vera fréttaefni,“ segir Jón Pétur. „Eitt barn/ungmenni sem tapar tækifærum eða skaðast vegna þessa verkfalls er einu barni/ungmenni of mikið, ábyrgðin er mikil.“
Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira