Fiskikóngurinn kominn í gufuna Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2024 15:23 Kátir og komnir í gufuna. Fiskikóngnum til vinstri handar er sonur hans Ari Steinn Kristjánsson, sá fjallmyndarlegi með yfirvaraskeggið og honum til hægri handar er Birkir Rafnsson, sölustjóri. aðsend Kristján Berg, sem jafnan gegnir nafninu Fiskikóngurinn og hefur mokað út heitum pottum af öllum stærðum og gerðum, hefur nú fært sig yfir í gufubaðið. „Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda. Sund Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
„Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda.
Sund Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira