Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 06:53 Flestir segjast treysta Kristrúnu helst fyrir efnahagsstjórn. Vísir/Anton Brink Ný könnun Gallup bendir til þess að flestir landsmenn treysti helst Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, af leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Alþingi til að leiða stjórn efnahagsmála á Íslandi. Í könnuninni, sem var framkvæmd dagana 25. október til 1. nóvember fyrir Samfylkinguna, sögðust tæplega 38 prósent treysta Kristrúnu best en þar á eftir koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks, með tæplega 18 prósent traust og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sem 17 prósent segjast treysta best til að leiða stjórn efnahagsmála. Svandís rekur lestina Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 8,6 prósent traust, og þá Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 7,5 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er næstur með 6,8 prósent traust og svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttur, formaður Pírata, sem þrjú prósent segjast treysta til þess að leiða stjórn efnahagsmála. Lestina rekur síðan Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með traust 2,2 prósent landsmanna. Í samræmi við aðra könnun Í könnun Maskínu, sem framkvæmd var 22. til 28. október, kom fram að flestir treystu Samfylkingunni helst þegar kemur að efnahagsmálum en þó ekki jafnafgerandi og nú. Tæplega 26 prósent sögðust þá treysta Samfylkingunni. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem næstflestir sögðust treysta, eða um tuttugu prósent svarenda. Í úrtaki könnunar Gallup voru 1731 af öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Svarhlutfall var 48,8 prósent. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Efnahagsmál Skoðanakannanir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Í könnuninni, sem var framkvæmd dagana 25. október til 1. nóvember fyrir Samfylkinguna, sögðust tæplega 38 prósent treysta Kristrúnu best en þar á eftir koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks, með tæplega 18 prósent traust og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sem 17 prósent segjast treysta best til að leiða stjórn efnahagsmála. Svandís rekur lestina Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 8,6 prósent traust, og þá Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 7,5 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er næstur með 6,8 prósent traust og svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttur, formaður Pírata, sem þrjú prósent segjast treysta til þess að leiða stjórn efnahagsmála. Lestina rekur síðan Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með traust 2,2 prósent landsmanna. Í samræmi við aðra könnun Í könnun Maskínu, sem framkvæmd var 22. til 28. október, kom fram að flestir treystu Samfylkingunni helst þegar kemur að efnahagsmálum en þó ekki jafnafgerandi og nú. Tæplega 26 prósent sögðust þá treysta Samfylkingunni. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem næstflestir sögðust treysta, eða um tuttugu prósent svarenda. Í úrtaki könnunar Gallup voru 1731 af öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Svarhlutfall var 48,8 prósent.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Efnahagsmál Skoðanakannanir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira