„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 6. nóvember 2024 17:13 Kennarar fylltu stóra sal Háskólabíós á baráttufundi í dag. Vísir/Anton Brink Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent