Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 10:00 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Hún segir verkföll kennara geta mismunað börnum. Verkföllin eru í ákveðnum skólum en ekki öllum. Vísir/Einar Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. „Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
„Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira