„Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. nóvember 2024 17:22 Ragnar Þór segir í Facebook-færslu sinni að sveitastjórnarstigið beri höfuðábyrgð á verðbólgunni, ekki ríkisstjórnarflokkarnir. Þó færslan hljómi eins og hann sé að leita að sökudólgum segir hann svo ekki vera. Hann sé að kalla eftir pólitískri sátt. Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, segir ríkisstjórnarflokkana ekki bera höfuðábyrgð á stöðu verðbólgunnar heldur þá sem hafa verið við stjórn í Reykjavíkurborg. Húsnæðisskortur sé rót verðbólguvandans og verði ekki leystur nema með því að brjóta nýtt land. Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira