Ein deild opin á tveimur leikskólum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2024 09:53 Formaður Kennarasambandsins segir þau ekki geta gert athugasemdir við það að fólk utan stéttarfélagsins sé í vinnunni. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það. „Yfirmaðurinn er þarna [ innsk. blm. á Sauðárkróki] úr öðru verkalýðsfélagi og við höfum ekki vald til þess að loka,“ segir Magnús Þór. Á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík segir Halldóra Guðmundsdóttir að allir deildarstjórar séu í Kennarsambandinu og leikskólinn því lokaður. Ein deild er opin á leikskólanum á Seltjarnarnesi. Þar er skert starfsemi samkvæmt Lindu Björg Birgissdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Hún segir misjafnt hversu mörg börn geti mætt. Deildin geti verið opin því deildarstjórinn sé í Sameyki en ekki í Kennarasambandinu. Fjórði leikskólinn sem er í verkfalli er leikskólinn Holt í Reykjanesbæ. Ekki fengust upplýsingar þaðan um það hvort allir deildarstjórar séu í KÍ. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að hafa leikskólann á Sauðárkróki opin þrátt fyrir verkfallsboð. Þá átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. Skólarnir sem nú eru í verkfalli og skólar þar sem þau hefjast síðar. Vísir/Heiðar Engin verkfallsbrot Anna Guðrún Jóhannesdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara er á Sauðárkróki í verkfallsvörslu. Hún segir sex börn mætt í leikskólann. „Það hefur gengið mjög vel. Þau komu hingað í morgun litlu sílin,“ segir Anna Guðrún en deildin er opin til 11 í dag. „Sex börnum deildarinnar bauðst að mæta samkvæmt tölvupósti frá sveitarfélaginu sem það sendi foreldrum. Tvö börn voru mætt þegar við heimsóttum skólann í morgun og tveir starfsmenn deildarinnar voru mættir til starfa. Annar þessara starfsmanna er starfandi deildarstjóri deildarinnar. Þeir starfsmenn eru ekki í verkfalli. Starfsmenn leikskólans sem ekki eru í verkfalli eru mættir til vinnu rétt eins og í gær,“ segir Anna Guðrún að lokum. Magnús Þór segir ekkert hafa komið upp annars staðar þar sem eru verkföll. Kennarasambandið sinni verkfallsvörslu en engin tilfelli hafi verið tilkynnt um verkfallsbrot. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara í dag en fram kom í fréttum í gær að þeir eigi langt í land og viðræður mjakist hægt áfram. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að einn deildarstjóri á Drafnarsteini væri ekki í KÍ. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt klukkan 10:26 þann 30.10.2024. Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. 29. október 2024 13:21 Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. 29. október 2024 10:14 Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Yfirmaðurinn er þarna [ innsk. blm. á Sauðárkróki] úr öðru verkalýðsfélagi og við höfum ekki vald til þess að loka,“ segir Magnús Þór. Á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík segir Halldóra Guðmundsdóttir að allir deildarstjórar séu í Kennarsambandinu og leikskólinn því lokaður. Ein deild er opin á leikskólanum á Seltjarnarnesi. Þar er skert starfsemi samkvæmt Lindu Björg Birgissdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Hún segir misjafnt hversu mörg börn geti mætt. Deildin geti verið opin því deildarstjórinn sé í Sameyki en ekki í Kennarasambandinu. Fjórði leikskólinn sem er í verkfalli er leikskólinn Holt í Reykjanesbæ. Ekki fengust upplýsingar þaðan um það hvort allir deildarstjórar séu í KÍ. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að hafa leikskólann á Sauðárkróki opin þrátt fyrir verkfallsboð. Þá átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. Skólarnir sem nú eru í verkfalli og skólar þar sem þau hefjast síðar. Vísir/Heiðar Engin verkfallsbrot Anna Guðrún Jóhannesdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara er á Sauðárkróki í verkfallsvörslu. Hún segir sex börn mætt í leikskólann. „Það hefur gengið mjög vel. Þau komu hingað í morgun litlu sílin,“ segir Anna Guðrún en deildin er opin til 11 í dag. „Sex börnum deildarinnar bauðst að mæta samkvæmt tölvupósti frá sveitarfélaginu sem það sendi foreldrum. Tvö börn voru mætt þegar við heimsóttum skólann í morgun og tveir starfsmenn deildarinnar voru mættir til starfa. Annar þessara starfsmanna er starfandi deildarstjóri deildarinnar. Þeir starfsmenn eru ekki í verkfalli. Starfsmenn leikskólans sem ekki eru í verkfalli eru mættir til vinnu rétt eins og í gær,“ segir Anna Guðrún að lokum. Magnús Þór segir ekkert hafa komið upp annars staðar þar sem eru verkföll. Kennarasambandið sinni verkfallsvörslu en engin tilfelli hafi verið tilkynnt um verkfallsbrot. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara í dag en fram kom í fréttum í gær að þeir eigi langt í land og viðræður mjakist hægt áfram. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að einn deildarstjóri á Drafnarsteini væri ekki í KÍ. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt klukkan 10:26 þann 30.10.2024.
Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. 29. október 2024 13:21 Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. 29. október 2024 10:14 Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. 29. október 2024 13:21
Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. 29. október 2024 10:14
Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01