Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Bjarki Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. október 2024 10:14 Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Skagafjörður Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. Kennarar í níu skólum víða um land lögðu niður störf á miðnætti. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Að öllu óbreyttu hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík þann 11. nóvember en 25. nóvember í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Einn leikskólanna er Ársalir á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Neyðarkall til grunnskólakennara á Króknum Formaður Félags grunnskólakennara brást skjótt við og sendi fjöldapóst á grunnskólakennara á Sauðárkróki og hvatti þá til að mæta við leikskólann í morgunsárið og stöðva verkfallsbrot. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Einar „Mig langar til þess að höfða til ykkar allra um að sýna starfssystrum okkar og -bræðrum í Ársölum fulla samstöðu. Ef þið eigið þess nokkurn kost að líta við í leikskólanum í morgunsárið og taka þátt í verkfallsvörslu með fólki sem verður mætt snemmendis frá Reykjavík og Akureyri. Þarna verða kennarar frá Lundarskóla á Akureyri, sem einnig eru að hefja verkfall, formaður Félags leikskólakennara, varaformaður FG og lögfræðingur frá Kennarasambandinu,“ sagði Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara og var mættur norður í Skagafjörð fyrir allar aldir. „Það var ljóst seinnipartinn í gær að sveitarfélagið Skagafjörður ætlaði ekki að virða viðmiðunarreglur KÍ. Þá var lítið annað að gera en að verja störfin með félagsfólki. Hér voru mættir kennarar af öllum skólastigum og öllum skólagerðum að verja kennara á leikskólastigi. Það var bara staðan. Það er sorglegt að segja það en það sýnir kannski virðingu sveitarfélagsins fyrir störfum kennaranna á leikskólastiginu,“ segir Haraldur Freyr. Fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki Hann er verulega ósáttur við viðbrögð sveitarfélagsins. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki.“ Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. Hann segir sveitarfélagið hafa talið sig geta látið annað starfsfólk ganga í störf deildarstjóra á leikskólanum. Það gangi ekki að mati félagsins. Þónokkrir foreldrar mættu með börn sín í Ársali í morgun en þurftu frá að hverfa. „Það voru einhverjir foreldrar sem mættu enda höfðu þau fengið póst um að þau gætu mætt með börnin sín í leikskólann. Það er að sjálfsögðu ekki við foreldrana að sakast. Það er við sveitarfélagið að sakast.“ Kennarasambandið hafi reynt að ræða málið við sveitarfélagið á fundi í gær en ekki tekist. Stórkostlegt að sjá samstöðuna „Ég veit svo sem ekkert hvort þau vilja ræða við okkur eitthvað meira. Þetta var framkvæmt svona af þeim. Þá er það eina sem kennararnir geta gert að verja sín störf. Það var stórkostlegt að sjá samstöðuna milli kennaranna á öllum skólastigum og öllum skólagerðum sem voru mætt til að aðstoða við verkfallsvörsluna.“ Verkfallsvarsla hafi gengið mjög vel. „Allir mjög kurteisir og prúðir. Þetta var bara til fyrirmyndar. Það er ekki undan neinu að kvarta.“ Leikskólabörn á Sauðárkróki eru heima í dag eins og á Seltjarnarnesi.Vísir/Vilhelm Hann segir Félag leikskólakennara taka afstöðu sveitarfélagsins mjög alvarlega. Hann hafi ekki heyrt af slíkum viðbrögðum í öðrum sveitarfélögum. „Ég veit ekki betur en að það hafi sloppið til, allavega hingað til. En hvað verður á morgun, hinn og hinn veit ég ekki. En það er líka sorglegt að ég hafi þurft að vera hér fyrir norðan þegar þessi kjaradeila mun ekki leysast nema við kjarasamningsborðið. Þar bera sveitarfélögin ábyrg því ég sit við samningaborðið að semja við sveitarfélögin. Ég er ekkert að semja við samninganefnd sveitarfélaganna. Það eru sveitarfélögin sem veita samninganefnd sitt umboð. Það er þar sem þessi kjaradeila mun leysast.“ Áfram verði fylgst með málinu. „Ef þetta verður áfram afstaðan verða kennarar að halda áfram að verja sín störf.“ Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Tengdar fréttir Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ Að öllu óbreyttu hefjast verkföll kennara í níu skólum á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir stöðuna grafalvarlega og er afar svartsýn á að samningar náist í dag. 28. október 2024 14:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Kennarar í níu skólum víða um land lögðu niður störf á miðnætti. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Að öllu óbreyttu hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík þann 11. nóvember en 25. nóvember í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Einn leikskólanna er Ársalir á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Neyðarkall til grunnskólakennara á Króknum Formaður Félags grunnskólakennara brást skjótt við og sendi fjöldapóst á grunnskólakennara á Sauðárkróki og hvatti þá til að mæta við leikskólann í morgunsárið og stöðva verkfallsbrot. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Einar „Mig langar til þess að höfða til ykkar allra um að sýna starfssystrum okkar og -bræðrum í Ársölum fulla samstöðu. Ef þið eigið þess nokkurn kost að líta við í leikskólanum í morgunsárið og taka þátt í verkfallsvörslu með fólki sem verður mætt snemmendis frá Reykjavík og Akureyri. Þarna verða kennarar frá Lundarskóla á Akureyri, sem einnig eru að hefja verkfall, formaður Félags leikskólakennara, varaformaður FG og lögfræðingur frá Kennarasambandinu,“ sagði Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara og var mættur norður í Skagafjörð fyrir allar aldir. „Það var ljóst seinnipartinn í gær að sveitarfélagið Skagafjörður ætlaði ekki að virða viðmiðunarreglur KÍ. Þá var lítið annað að gera en að verja störfin með félagsfólki. Hér voru mættir kennarar af öllum skólastigum og öllum skólagerðum að verja kennara á leikskólastigi. Það var bara staðan. Það er sorglegt að segja það en það sýnir kannski virðingu sveitarfélagsins fyrir störfum kennaranna á leikskólastiginu,“ segir Haraldur Freyr. Fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki Hann er verulega ósáttur við viðbrögð sveitarfélagsins. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki.“ Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. Hann segir sveitarfélagið hafa talið sig geta látið annað starfsfólk ganga í störf deildarstjóra á leikskólanum. Það gangi ekki að mati félagsins. Þónokkrir foreldrar mættu með börn sín í Ársali í morgun en þurftu frá að hverfa. „Það voru einhverjir foreldrar sem mættu enda höfðu þau fengið póst um að þau gætu mætt með börnin sín í leikskólann. Það er að sjálfsögðu ekki við foreldrana að sakast. Það er við sveitarfélagið að sakast.“ Kennarasambandið hafi reynt að ræða málið við sveitarfélagið á fundi í gær en ekki tekist. Stórkostlegt að sjá samstöðuna „Ég veit svo sem ekkert hvort þau vilja ræða við okkur eitthvað meira. Þetta var framkvæmt svona af þeim. Þá er það eina sem kennararnir geta gert að verja sín störf. Það var stórkostlegt að sjá samstöðuna milli kennaranna á öllum skólastigum og öllum skólagerðum sem voru mætt til að aðstoða við verkfallsvörsluna.“ Verkfallsvarsla hafi gengið mjög vel. „Allir mjög kurteisir og prúðir. Þetta var bara til fyrirmyndar. Það er ekki undan neinu að kvarta.“ Leikskólabörn á Sauðárkróki eru heima í dag eins og á Seltjarnarnesi.Vísir/Vilhelm Hann segir Félag leikskólakennara taka afstöðu sveitarfélagsins mjög alvarlega. Hann hafi ekki heyrt af slíkum viðbrögðum í öðrum sveitarfélögum. „Ég veit ekki betur en að það hafi sloppið til, allavega hingað til. En hvað verður á morgun, hinn og hinn veit ég ekki. En það er líka sorglegt að ég hafi þurft að vera hér fyrir norðan þegar þessi kjaradeila mun ekki leysast nema við kjarasamningsborðið. Þar bera sveitarfélögin ábyrg því ég sit við samningaborðið að semja við sveitarfélögin. Ég er ekkert að semja við samninganefnd sveitarfélaganna. Það eru sveitarfélögin sem veita samninganefnd sitt umboð. Það er þar sem þessi kjaradeila mun leysast.“ Áfram verði fylgst með málinu. „Ef þetta verður áfram afstaðan verða kennarar að halda áfram að verja sín störf.“
Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Tengdar fréttir Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ Að öllu óbreyttu hefjast verkföll kennara í níu skólum á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir stöðuna grafalvarlega og er afar svartsýn á að samningar náist í dag. 28. október 2024 14:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01
Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ Að öllu óbreyttu hefjast verkföll kennara í níu skólum á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir stöðuna grafalvarlega og er afar svartsýn á að samningar náist í dag. 28. október 2024 14:23
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent