Víðir og Reynir í eina sæng Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2024 08:09 Fótboltavöllurinn í Sandgerði verðir skilgreindur sem aðalvöllur hins nýja félags. Reynir Sandgerði Bæjarráð Suðurnesjabæjar, Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði og Knattspyrnufélagið Víðir í Garði hafa samþykkt viljayfirlýsingu um stofnun nýs íþróttafélags í sveitarfélaginu. Stefnt er að stofnun hins nýja félags haustið 2026 og að nýr aðalvöllur félagsins verði í Sandgerði en að upphitaður gervigrasvöllur verði lagður á núverandi malarvelli í Garði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Suðurnesjabæjar sem kom saman til fundar í gær. Þar er Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita viljayfirlýsinguna. „Bæjarráð lýsir ánægju með frumkvæði og framgöngu íþróttafélaganna með viljayfirlýsingunni. Stofnun og starfsemi eins íþróttafélags í Suðurnesjabæ er mikilvægt framlag við að sameina íbúa sveitarfélagsins í einu samfélagi og til að efla íþróttastarf til framtíðar,“ segir í fundargerðinni. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Aðalvöllur í Sandgerði og gervigras í Garði Einnig var rætt um uppbyggingu fótbolta mannvirkja í sveitarfélaginu í tengslum við stofnun hins nýja félags. Kemur fram að fótboltavöllurinn í Sandgerði, núverandi Bronsvöllur, verði skilgreindur sem aðalvöllur hjá nýju félagi í Suðurnesjabæ þannig að hann standist kröfur sem keppnisvöllur í efstu stigum íslenskrar knattspyrnu. „Gerð verði tímasett áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir vegna þessa þannig að völlurinn geti þjónað hlutverki sínu sem heimavöllur nýs íþróttafélags keppnistímabilið 2026. Nýr upphitaður gervigrasvöllur með flóðlýsingu verði staðsettur á gamla malarvelllinum í Garði og verði skilgreindur sem vetraraðstaða til æfinga og keppni í knattspyrnu. Lögð er áhersla á að framkvæmdir við gervigrasvöll vinnist eins hratt og hægt er, þannig að hann verði tilbúinn til notkunar fyrir veturinn 2025/2026. Knattspyrnuvöllur í Garði (núverandi Nesfiskvöllur) verði áfram notaður til æfinga og keppni þegar þarf, en þar verði ekki farið í framkvæmdir til að viðhalda eða byggja upp áhorfendamannvirki. Hætt verði að nota æfingasvæði á túni norðvestan við völlinn,“ segir í fundargerðinni. Fótboltavöllurinn í Sandgerði verðir skilgreindur sem aðalvöllur hins nýja félags.Reynir Sandgerði Samgöngur verði tryggðar fyrir krakkana Klefar og aðstaða í húsum félaganna, það er Reynisheimilinu og Víðisheimilinu, munu áfram vera notaðar fyrir fótboltavellina. „Tryggja þarf góðar og reglulegar samgöngur á milli byggðakjarnanna til að börn og ungmenni eigi greiðan aðgang að æfingum og leikjum sem eru ekki í göngufæri við heimili þeirra. Unnið verði að áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suðurnesjabæ í samvinnu sveitarfélags og hins nýja íþróttafélags á komandi árum. Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir í afgreiðslu sinni fyrirvara um framkvæmdatíma á uppbyggingu gervigrasvallar en engar aðrar athugasemdir við hugmyndir félaganna,“ segir í fundargerðinni. Spiluðu í efstu deild Knattspyrnufélagið Víðir í Garði var stofnað árið 1936. Besti árangur Víðis í deildakeppni í karlaflokki er 7. sæti í efstu deild karla árið 1986, en félagið lék í efstu deild frá 1985 til 1987 og aftur 1991. Þá lék liðið úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ árið 1987 en beið þá lægri hlut gegn Fram. Meistaraflokkur karla hafnaði í öðru sæti í 3. deild á nýafstöðu tímabili. Knattspyrnufélagið Reynir Sandgerði var stofnað árið 1935. Meistaraflokkur karla hjá Reyni Sandgerði hafnaði í neðsta sæti 2. deildar á nýafstöðnu tímabili og mun því spila í 3. deild á næsta ári. Suðurnesjabær Íþróttir barna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Suðurnesjabæjar sem kom saman til fundar í gær. Þar er Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita viljayfirlýsinguna. „Bæjarráð lýsir ánægju með frumkvæði og framgöngu íþróttafélaganna með viljayfirlýsingunni. Stofnun og starfsemi eins íþróttafélags í Suðurnesjabæ er mikilvægt framlag við að sameina íbúa sveitarfélagsins í einu samfélagi og til að efla íþróttastarf til framtíðar,“ segir í fundargerðinni. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Aðalvöllur í Sandgerði og gervigras í Garði Einnig var rætt um uppbyggingu fótbolta mannvirkja í sveitarfélaginu í tengslum við stofnun hins nýja félags. Kemur fram að fótboltavöllurinn í Sandgerði, núverandi Bronsvöllur, verði skilgreindur sem aðalvöllur hjá nýju félagi í Suðurnesjabæ þannig að hann standist kröfur sem keppnisvöllur í efstu stigum íslenskrar knattspyrnu. „Gerð verði tímasett áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir vegna þessa þannig að völlurinn geti þjónað hlutverki sínu sem heimavöllur nýs íþróttafélags keppnistímabilið 2026. Nýr upphitaður gervigrasvöllur með flóðlýsingu verði staðsettur á gamla malarvelllinum í Garði og verði skilgreindur sem vetraraðstaða til æfinga og keppni í knattspyrnu. Lögð er áhersla á að framkvæmdir við gervigrasvöll vinnist eins hratt og hægt er, þannig að hann verði tilbúinn til notkunar fyrir veturinn 2025/2026. Knattspyrnuvöllur í Garði (núverandi Nesfiskvöllur) verði áfram notaður til æfinga og keppni þegar þarf, en þar verði ekki farið í framkvæmdir til að viðhalda eða byggja upp áhorfendamannvirki. Hætt verði að nota æfingasvæði á túni norðvestan við völlinn,“ segir í fundargerðinni. Fótboltavöllurinn í Sandgerði verðir skilgreindur sem aðalvöllur hins nýja félags.Reynir Sandgerði Samgöngur verði tryggðar fyrir krakkana Klefar og aðstaða í húsum félaganna, það er Reynisheimilinu og Víðisheimilinu, munu áfram vera notaðar fyrir fótboltavellina. „Tryggja þarf góðar og reglulegar samgöngur á milli byggðakjarnanna til að börn og ungmenni eigi greiðan aðgang að æfingum og leikjum sem eru ekki í göngufæri við heimili þeirra. Unnið verði að áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suðurnesjabæ í samvinnu sveitarfélags og hins nýja íþróttafélags á komandi árum. Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir í afgreiðslu sinni fyrirvara um framkvæmdatíma á uppbyggingu gervigrasvallar en engar aðrar athugasemdir við hugmyndir félaganna,“ segir í fundargerðinni. Spiluðu í efstu deild Knattspyrnufélagið Víðir í Garði var stofnað árið 1936. Besti árangur Víðis í deildakeppni í karlaflokki er 7. sæti í efstu deild karla árið 1986, en félagið lék í efstu deild frá 1985 til 1987 og aftur 1991. Þá lék liðið úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ árið 1987 en beið þá lægri hlut gegn Fram. Meistaraflokkur karla hafnaði í öðru sæti í 3. deild á nýafstöðu tímabili. Knattspyrnufélagið Reynir Sandgerði var stofnað árið 1935. Meistaraflokkur karla hjá Reyni Sandgerði hafnaði í neðsta sæti 2. deildar á nýafstöðnu tímabili og mun því spila í 3. deild á næsta ári.
Suðurnesjabær Íþróttir barna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira