Þessi eru í forystusætunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2024 18:58 Það er óðum að skýrast hverjir verða oddvitar fyrir sinn flokk í kjördæmum landsins. Formenn flokka, ráðherrar og þingmenn eru áberandi í þeim sætum en líka glænýtt fólk. Vísir/Berghildur Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru óðum að skýrast og oddvitar þeirra víðast hvar komnir fram. Í fjölmennustu kjördæmunum má víða sjá mikla þingreynslu hjá þeim sem leiða fyrir sinn flokk en út á landi er meira um glænýtt fólk í því hlutverki. Alls hafa tólf stjórnmálaflokkar lýst yfir framboði fyrir komandi alþingiskosningar þann 30. nóvember. Frestur til að skila inn framboðum og meðmælum í öllum kjördæmum er til kl.12 fimmtudaginn 31. október. Mynd er að komast á framboðslista hjá tíu af tólf flokkum og eru oddvitar flokkanna komnir fram í langflestum kjördæmum. Græningjar og Ábyrg framtíð hafa hins vegar ekki kynnt sína lista. Kraginn er fjölmennasta kjördæmið og þar er barist um 13 þingsæti. Þar tefla flokkarnir fram fólki með mikla stjórnmálareynslu en svo má líka sjá áberandi fólk úr öðrum greinum. Oddvitar flokkanna í Suðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Reynsluboltar í Kraganum Í oddvitasætunum í Suðvesturkjördæmi/Kraganum eru til dæmis bæði formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar og svo varaformaður VG. Framsókn teflir fram heilbrigðisráðherra og Píratar formanni þingflokksins. Formaður þingflokks Miðflokksins er einnig oddviti þar. Þá leiðir stofnandi Lýðræðisflokksins sinn lista í kjördæminu. Landlæknir fer fyrir Samfylkingu, Þingmaður fyrir Flokki fólksins og prestur leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í kjördæminu. Ráðherrar og formenn í Reykjavík norður og suður Í Reykjavík norður eru ellefu þingsæti. Þar eru margir reyndir þingmenn í forystusætum en líka glænýtt fólk. Ráðherrar fara fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, þingmaður fyrir Viðreisn og formaður Samfylkingar leiðir sinn flokk í kjördæminu. Formaður VR leiðir Flokks fólksins, lögfræðingur Pírata og loftslagsaktívisti er oddviti fyrir VG í Reykjavík norður. Oddvitar flokkanna í Reykjavík suður.Vísir/Hjalti Í Reykjavík Suður eru ellefu þingsæti í boði og margir reynsluboltar þar sömuleiðis. Má þar nefna formenn Flokks fólksins og Vinstri grænna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur tefla fram ráðherrum. Þingmenn fara svo fyrir Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu og borgarfulltrúi fer fyrir Sósíalistaflokknum. Oddvitar flokkanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir/Hjalti Mörg ný nöfn á listum út á landi Í Suðurkjördæmi eru tíu þingsæti. Þar má sjá mörg ný nöfn eins og orkumálastjóra fyrir Framsókn, sviðsstjóra almannavarna sem er oddviti Samfylkingar, kvikmyndagerðamaður leiðir Pírata og leikskólastjóri VG. Bóndi leiðir lista Lýðræðisflokks og lögreglustjóri Miðflokkinn. Þingmenn leiða lista Viðreisnar og Flokk fólksins og ráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. Oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi.Vísir/Hjalti Í Norðausturkjördæmi sem fær tíu þingsæti má líka sjá mörg ný nöfn. Þannig fer kennari fyrir Viðreisn, aðstoðarforstjóri fyrir Sjálfstæðisflokk, forstöðumaður leiðir Pírata og sóknarprestur VG. Þingmenn leiða fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk. Loks er formaður Miðflokksins oddviti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Oddvitar flokkanna í Norðausturkjördæmi.Vísir/Hjalti Norðvesturkjördæmi fær átta þingsæti. Þar leiða þingmenn fyrir Framsókn og Flokk fólksins, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar fyrir flokkinn, lyfsali fyrir Sjálfstæðisflokk, formaður leigjendasamtakanna er oddviti sósíalista, formaður samtakanna 22 leiðir fyrir Lýðræðisflokk, sendiherra fer fyrir Miðflokki, kynjafræðingur leiðir Pírata, bæjarstjóri fer fyrir Samfylkingu og kennari er í oddvitasæti fyrir Vinstri græn. Oddvita flokkanna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Alls hafa tólf stjórnmálaflokkar lýst yfir framboði fyrir komandi alþingiskosningar þann 30. nóvember. Frestur til að skila inn framboðum og meðmælum í öllum kjördæmum er til kl.12 fimmtudaginn 31. október. Mynd er að komast á framboðslista hjá tíu af tólf flokkum og eru oddvitar flokkanna komnir fram í langflestum kjördæmum. Græningjar og Ábyrg framtíð hafa hins vegar ekki kynnt sína lista. Kraginn er fjölmennasta kjördæmið og þar er barist um 13 þingsæti. Þar tefla flokkarnir fram fólki með mikla stjórnmálareynslu en svo má líka sjá áberandi fólk úr öðrum greinum. Oddvitar flokkanna í Suðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Reynsluboltar í Kraganum Í oddvitasætunum í Suðvesturkjördæmi/Kraganum eru til dæmis bæði formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar og svo varaformaður VG. Framsókn teflir fram heilbrigðisráðherra og Píratar formanni þingflokksins. Formaður þingflokks Miðflokksins er einnig oddviti þar. Þá leiðir stofnandi Lýðræðisflokksins sinn lista í kjördæminu. Landlæknir fer fyrir Samfylkingu, Þingmaður fyrir Flokki fólksins og prestur leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í kjördæminu. Ráðherrar og formenn í Reykjavík norður og suður Í Reykjavík norður eru ellefu þingsæti. Þar eru margir reyndir þingmenn í forystusætum en líka glænýtt fólk. Ráðherrar fara fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, þingmaður fyrir Viðreisn og formaður Samfylkingar leiðir sinn flokk í kjördæminu. Formaður VR leiðir Flokks fólksins, lögfræðingur Pírata og loftslagsaktívisti er oddviti fyrir VG í Reykjavík norður. Oddvitar flokkanna í Reykjavík suður.Vísir/Hjalti Í Reykjavík Suður eru ellefu þingsæti í boði og margir reynsluboltar þar sömuleiðis. Má þar nefna formenn Flokks fólksins og Vinstri grænna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur tefla fram ráðherrum. Þingmenn fara svo fyrir Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu og borgarfulltrúi fer fyrir Sósíalistaflokknum. Oddvitar flokkanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir/Hjalti Mörg ný nöfn á listum út á landi Í Suðurkjördæmi eru tíu þingsæti. Þar má sjá mörg ný nöfn eins og orkumálastjóra fyrir Framsókn, sviðsstjóra almannavarna sem er oddviti Samfylkingar, kvikmyndagerðamaður leiðir Pírata og leikskólastjóri VG. Bóndi leiðir lista Lýðræðisflokks og lögreglustjóri Miðflokkinn. Þingmenn leiða lista Viðreisnar og Flokk fólksins og ráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. Oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi.Vísir/Hjalti Í Norðausturkjördæmi sem fær tíu þingsæti má líka sjá mörg ný nöfn. Þannig fer kennari fyrir Viðreisn, aðstoðarforstjóri fyrir Sjálfstæðisflokk, forstöðumaður leiðir Pírata og sóknarprestur VG. Þingmenn leiða fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk. Loks er formaður Miðflokksins oddviti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Oddvitar flokkanna í Norðausturkjördæmi.Vísir/Hjalti Norðvesturkjördæmi fær átta þingsæti. Þar leiða þingmenn fyrir Framsókn og Flokk fólksins, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar fyrir flokkinn, lyfsali fyrir Sjálfstæðisflokk, formaður leigjendasamtakanna er oddviti sósíalista, formaður samtakanna 22 leiðir fyrir Lýðræðisflokk, sendiherra fer fyrir Miðflokki, kynjafræðingur leiðir Pírata, bæjarstjóri fer fyrir Samfylkingu og kennari er í oddvitasæti fyrir Vinstri græn. Oddvita flokkanna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira