„Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Rún Eiríksdóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf verið með mikla tjáningarþörf. Það er smá pönkari í mér og mér finnst mikilvægt að pota aðeins, því ég vil að við séum stöðugt að vaxa,“ segir leikkonan Birna Rún sem er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“ Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“
Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira