„Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Rún Eiríksdóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf verið með mikla tjáningarþörf. Það er smá pönkari í mér og mér finnst mikilvægt að pota aðeins, því ég vil að við séum stöðugt að vaxa,“ segir leikkonan Birna Rún sem er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“ Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“
Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira