Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2024 19:41 Sonur Ingibjargar ásamt föður sínum, árið 2019 þegar hann veiktist. AÐSEND „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ Þetta segir Ingibjörg Sigursteinsdóttir, móðir tveggja drengja sem smituðust af E.coli-bakteríu á Efstadal II í Bláskógabyggð sumarið 2019, í samtali við Vísi. Einn drengja hennar var aðeins fimm mánaða þegar hann veiktist og fékk nýrnabilun. Hann lá á sínum tíma í nokkrar vikur þungt haldinn inni á spítala en lifir nú eðlilegu lífi að sögn Ingibjargar. „Hann lifir bara ótrúlega eðlilegu lífi. Hann var virkilega veikur á sínum tíma, hann var fimm mánaða og pínulítill. í dag er hann orkumikill, hamingjusamur og flottur strákur. Það er ótrúlegt hvað hann er flottur í dag.“ Ingibjörg ásamt fjölskyldu sinni.aðsend Greinileg þörf á þessum vettvangi Ingibjörg stofnaði í gær stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E.coli ásamt Áslaugu Fjólu Magnúsdóttur, móður hinnar átta ára Anítu sem smitaðist af E.coli 2019. Hún segir viðbrögðin við stofnun hópsins ekki leyna á sér og tekur fram að það hafi greinilega verið þörf á þessum vettvangi. 42 börn eru nú undir eftirliti á Landspítalanum vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu barnanna liggja inni á spítala og þrjú þeirra eru á gjörgæslu alvarlega veik. „Við erum búin að fá fullt af fólki inn á hópinn sem er frábært. Við erum báðar búnar að setja inn kveðju þar inn til þeirra. Það er enginn farinn að tjá sig en fólk er auðvitað bara í mikilli vinnu við að sjá um börnin sín. Fólk getur sett inn færslur þarna eða sent mér einkaskilaboð. Það er mjög velkomið að hafa samband og við viljum reyna að vera stuðningur fyrir þá sem eru að ganga í gegnum þetta núna. Þetta er kannski bara ekki tímabært. Fólk er akkúrat í miðpunktinum af áfallinu og síðan þegar það gengur yfir þá er maður kannski meira tilbúinn til þess að tala. Það er allavega mín reynsla.“ Sonur Ingibjargar sem smitaðist af E.coli fimm mánaða er hamingjusamur og orkumikill í dag.aðsend Greind með áfallastreituröskun eftir veikindin Ingibjörg segist nú vera búin að vinna úr áfallinu sem fylgdi veikindunum árið 2019 en hún var greind með áfallastreituröskun í kjölfarið að sonur hennar smitaðist. Þegar umfjöllun um E.coli smit í Mánagarði hófst segist hún hafa fundið fyrir einkennum áfallastreitu. „Ég fann um leið og fréttirnar birtust var þetta þvílík triggering. Þetta eru svo ótrúlega mörg börn og svo lítil, þetta er alveg hræðilegt. Maður hugsar stanslaust til þeirra og þetta fólk er í hugum okkar og hjörtum alla daga. Ég trúi bara ekki að einhver sé að lenda í þessu sama.“ Pláss fyrir alla í skilaboðum hjá henni Hún hvetur fólk sem er að ganga í gegnum sömu raunir og hún gekk í gegnum á sínum tíma að hafa samband við sig. „Mér fannst mjög gott að finna fyrir straumum og styrk og orku frá fólki. Ef það er eitthvað sem ég get gert eða sagt þá má alltaf leita til mín á Facebook eða hvernig sem það er. Ég er allra vilja gerð til að aðstoða eða vera stuðningur. Hvort sem það er núna, eftir tvær vikur eða eftir ár þá er pláss fyrir alla í skilaboðum hjá mér.“ E. coli-sýking á Mánagarði Börn og uppeldi E.coli á Efstadal II Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Þetta segir Ingibjörg Sigursteinsdóttir, móðir tveggja drengja sem smituðust af E.coli-bakteríu á Efstadal II í Bláskógabyggð sumarið 2019, í samtali við Vísi. Einn drengja hennar var aðeins fimm mánaða þegar hann veiktist og fékk nýrnabilun. Hann lá á sínum tíma í nokkrar vikur þungt haldinn inni á spítala en lifir nú eðlilegu lífi að sögn Ingibjargar. „Hann lifir bara ótrúlega eðlilegu lífi. Hann var virkilega veikur á sínum tíma, hann var fimm mánaða og pínulítill. í dag er hann orkumikill, hamingjusamur og flottur strákur. Það er ótrúlegt hvað hann er flottur í dag.“ Ingibjörg ásamt fjölskyldu sinni.aðsend Greinileg þörf á þessum vettvangi Ingibjörg stofnaði í gær stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E.coli ásamt Áslaugu Fjólu Magnúsdóttur, móður hinnar átta ára Anítu sem smitaðist af E.coli 2019. Hún segir viðbrögðin við stofnun hópsins ekki leyna á sér og tekur fram að það hafi greinilega verið þörf á þessum vettvangi. 42 börn eru nú undir eftirliti á Landspítalanum vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu barnanna liggja inni á spítala og þrjú þeirra eru á gjörgæslu alvarlega veik. „Við erum búin að fá fullt af fólki inn á hópinn sem er frábært. Við erum báðar búnar að setja inn kveðju þar inn til þeirra. Það er enginn farinn að tjá sig en fólk er auðvitað bara í mikilli vinnu við að sjá um börnin sín. Fólk getur sett inn færslur þarna eða sent mér einkaskilaboð. Það er mjög velkomið að hafa samband og við viljum reyna að vera stuðningur fyrir þá sem eru að ganga í gegnum þetta núna. Þetta er kannski bara ekki tímabært. Fólk er akkúrat í miðpunktinum af áfallinu og síðan þegar það gengur yfir þá er maður kannski meira tilbúinn til þess að tala. Það er allavega mín reynsla.“ Sonur Ingibjargar sem smitaðist af E.coli fimm mánaða er hamingjusamur og orkumikill í dag.aðsend Greind með áfallastreituröskun eftir veikindin Ingibjörg segist nú vera búin að vinna úr áfallinu sem fylgdi veikindunum árið 2019 en hún var greind með áfallastreituröskun í kjölfarið að sonur hennar smitaðist. Þegar umfjöllun um E.coli smit í Mánagarði hófst segist hún hafa fundið fyrir einkennum áfallastreitu. „Ég fann um leið og fréttirnar birtust var þetta þvílík triggering. Þetta eru svo ótrúlega mörg börn og svo lítil, þetta er alveg hræðilegt. Maður hugsar stanslaust til þeirra og þetta fólk er í hugum okkar og hjörtum alla daga. Ég trúi bara ekki að einhver sé að lenda í þessu sama.“ Pláss fyrir alla í skilaboðum hjá henni Hún hvetur fólk sem er að ganga í gegnum sömu raunir og hún gekk í gegnum á sínum tíma að hafa samband við sig. „Mér fannst mjög gott að finna fyrir straumum og styrk og orku frá fólki. Ef það er eitthvað sem ég get gert eða sagt þá má alltaf leita til mín á Facebook eða hvernig sem það er. Ég er allra vilja gerð til að aðstoða eða vera stuðningur. Hvort sem það er núna, eftir tvær vikur eða eftir ár þá er pláss fyrir alla í skilaboðum hjá mér.“
E. coli-sýking á Mánagarði Börn og uppeldi E.coli á Efstadal II Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira