Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Tvær stórstjörnur
Stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir birti mynd af sér og bandarísku tónlistarkonunni Olivia Rodrigo á rauða dreglinum í Hollywood.
Hrekkjavökuteiti
Birta Líf Ólafsdóttir áhrifavaldur klæddi sig upp sem Britney Spears í búningapartýi um helgina.
Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir fór alla leið í búningagleðinni.
Jóhanna Helga Jensdóttir, áhrifavaldur og útvarpskona, lét sig ekki vanta og klæddi sig upp sem Grimmhildur grámann, úr Diesney-myndinni 101 dalmatíuhundar.
Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdótti fór í gervi Pamelu Anderson.
Fyrirsætan Birta Abiba klæddi sig upp sem seiðandi klappstýra um helgina.
Hiti í Víkinni
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason lét sig ekki vanta á bikarúrslitaleik Víkings og Breiðabliks sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Blikar stóðu uppi sig sem sigurvegarar eftir hörkuspennandi leik.
Tvær vikur í dótturina
Leikkonan Aníta Briem telur niður dagana í dóttur hennar og kærastans Hafþórs Waldorff.
Glæsilegur í glimmeri
Raunveruleikastjarnan Binni Glee skemmti sér á árshátíð Hrafnistu um helgina.
Senaður í Sólheimum
Helgi Ómars, áhrifavaldur og ljósmyndari, fór í jógakennaranám á Sólheimum í Grímsnesi.
Tveir turnar
Skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic og tónlistarkonan Hera Björk Þorvaldsdótir klæddust eins kjólum á árshátíð um helgina.
Vetrarfrí í Vestmanneyjum
Elísabet Gunnars, áhrifavaldur og athafnakona, fór til Vestmannaeyja í vetrarfríinu með fjölskyldunni.
Þrítugsafmæli
Ástrós Traustadóttir, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur, hélt upp á þrítugsafmælið sitt um helgina.