Óheppilegt en ekki óvenjulegt Elín Margrét Böðvarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 27. október 2024 13:17 Kristrún Frostadóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Dagur B. Eggertsson. Vísir Stjórnmálafræðingur segir það óheppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að einkaskilaboð hennar um Dag B. Eggertsson hafi verið birt opinberlega. Hins vegar sé ekki óvenjulegt að hvatt sé til þess að umdeildir frambjóðendur séu strikaðir út. Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu í gær hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. „Það er náttúrlega óheppilegt fyrir Kristrúnu að þessar ráðleggingar hennar um að strika Dag út hafi verið birtar opinberlega en í því eru samt engin tíðindi, því að þegar einhver segir við forystumann að hann vilji ekki kjósa lista flokksins út af einhverjum tilteknum frambjóðanda þá segja menn yfirleitt alltaf: Þú getur strikað hann út. Það er þinn lýðræðislegi réttur. Þetta er í rauninni engin frétt,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sjá einnig: Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Í skilaboðum Kristrúnar kom einnig fram að Dagur verði ekki ráðherra, komist Samfylkingin í ríkisstjórn. „Hins vegar vekur athygli að hún segir að Dagur sé ekki ráðherraefni. Það kemur kannski pínulítið á óvart af því að Dagur hefur náttúrulega gríðarlega mikla reynslu úr borgarstjórninni og sérstaklega vekur athygli að hann er búinn að halda saman meirihlutum þar, ólíkum meirihlutum, í fjórtán ár. Ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn eftir kosningar þá er líklegt að það verði ríkisstjórn þriggja til fjögurra flokka og maður hefði kannski ætlað að reynsla Dags kæmi þar að góðu gagni,“ sagði Ólafur. Hann sagði þó að það hvort Dagur væri ráðherraefni eða ekki, virtist það hafa verið gert í samráði við hann. Ekki virtist neinn ágreiningur innan flokksins um útspil Kristrúnar. „Sem kemur mér kannski aðeins á óvart.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu í gær hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. „Það er náttúrlega óheppilegt fyrir Kristrúnu að þessar ráðleggingar hennar um að strika Dag út hafi verið birtar opinberlega en í því eru samt engin tíðindi, því að þegar einhver segir við forystumann að hann vilji ekki kjósa lista flokksins út af einhverjum tilteknum frambjóðanda þá segja menn yfirleitt alltaf: Þú getur strikað hann út. Það er þinn lýðræðislegi réttur. Þetta er í rauninni engin frétt,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sjá einnig: Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Í skilaboðum Kristrúnar kom einnig fram að Dagur verði ekki ráðherra, komist Samfylkingin í ríkisstjórn. „Hins vegar vekur athygli að hún segir að Dagur sé ekki ráðherraefni. Það kemur kannski pínulítið á óvart af því að Dagur hefur náttúrulega gríðarlega mikla reynslu úr borgarstjórninni og sérstaklega vekur athygli að hann er búinn að halda saman meirihlutum þar, ólíkum meirihlutum, í fjórtán ár. Ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn eftir kosningar þá er líklegt að það verði ríkisstjórn þriggja til fjögurra flokka og maður hefði kannski ætlað að reynsla Dags kæmi þar að góðu gagni,“ sagði Ólafur. Hann sagði þó að það hvort Dagur væri ráðherraefni eða ekki, virtist það hafa verið gert í samráði við hann. Ekki virtist neinn ágreiningur innan flokksins um útspil Kristrúnar. „Sem kemur mér kannski aðeins á óvart.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira