Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 14:16 Nú um helgina er ár liðið frá því að landris hófst í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04