Samfylkingin hafi fjarlægst gildin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. október 2024 13:39 Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Suðvesturkjördæmis árin 2016 til 2021, fyrst fyrir VG, þá sem þingmaður utan flokka og loks Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Hún segist enn brenna fyrir þau málefni sem kjarnist í stefnu flokksins og hún sé tilbúin að snúa til baka nú þegar stjórnarsamstarfinu hafi verið slitið. Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira