Samfylkingin hafi fjarlægst gildin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. október 2024 13:39 Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Suðvesturkjördæmis árin 2016 til 2021, fyrst fyrir VG, þá sem þingmaður utan flokka og loks Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Hún segist enn brenna fyrir þau málefni sem kjarnist í stefnu flokksins og hún sé tilbúin að snúa til baka nú þegar stjórnarsamstarfinu hafi verið slitið. Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira