Samfylkingin hafi fjarlægst gildin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. október 2024 13:39 Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Suðvesturkjördæmis árin 2016 til 2021, fyrst fyrir VG, þá sem þingmaður utan flokka og loks Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Hún segist enn brenna fyrir þau málefni sem kjarnist í stefnu flokksins og hún sé tilbúin að snúa til baka nú þegar stjórnarsamstarfinu hafi verið slitið. Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Athygli vakti í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, en Rósa sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún gekk síðar til liðs við Samfylkinguna en er nú snúin aftur í VG. „Mér hefur fundist þessi mál sem að Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir sína tilveru á þurfa að vera til staðar í íslenskri pólitík og ég hef alltaf haft þessi mál í forgrunni í mínum pólitísku störfum,“ segir Rósa, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að snúa aftur í flokkinn. „Nú er þetta stjórnarsamstarf búið og nýir tímar og mér hefur líka fundist almennt í íslenskri pólitík að mál eins og umhverfismálin, mannréttindamálin og þessi jafnréttismál hafa farið svolítið forgörðum og svolítið mikið um popúlisma. Og því miður auknir kynþáttafordómar og fordómar gegn útlendingum hafa verið svolítið dómínerandi í íslenskri pólitík núna undanfarna mánuði og kannski ár. Þannig að mér finnst það skipta miklu máli að leggja lag mitt við stjórnmálaafl sem að stendur fyrir öðrum hlutum en þessum,“ segir Rósa. Vongóð um að VG nái sér á strik Eftir að Rósa yfirgaf VG gekk hún til liðs við Samfylkinguna og bauð fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíku suður og var útlit fyrir að hún næði jöfnunarsæti á þingi en eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð ljóst að svo yrði ekki. Hún segir umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindamál, útlendingamál og femínismi séu henni hvað helst hugleikin og það rými vel við stefnu VG. Finnst þér Samfylkingin hafa fjarlægst þessi gildi? „Já, mér finnst það. Því miður,“ svarar Rósa. Rósa hefur verið búsett í París og var verkefnastjóri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi í maí í fyrra og í framhaldinu starfaði hún um tíma sem ráðgjafi í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum upp á síðkastið kveðst Rósa vongóð um að flokkurinn nái sér á strik á þeim nokkru vikum sem eru til kosninga. „Ég hef fulla trú á því að kjósendur vilji að þessi mál sem að VG hefur alltaf lagt áherslu á, að þau fái fylgi í þessum kosningum núna. Við erum líka með ungan og öflugan oddvita sem er mikill umhverfisverndarsinni og það er frábært að hann sé tilbúinn líka til þess að koma til liðs við VG,“ segir Rósa en listann leiðir Finnur Ricart Andrasons, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Vinstri græn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels