Ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geti reynst flokknum erfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2024 22:53 Karen Kjartansdóttir, almannatengill rýndi í baráttuna. vísir/vilhelm Almannatengill segir ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geta reynst flokknum erfið enda er hann bundinn af reglum um fléttu- eða paralista. Það geti verið snjallt þegar formenn flokka tjá sig lítið um eigin skoðanir í dægurmálum. Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira