Voru að ganga yfir á grænu gönguljósi þegar ekið var á þær Jón Þór Stefánsson skrifar 26. október 2024 09:01 Áreksturinn átti sér stað á Kringlumýrarbraut við gatnamótin við Hamrahlíð síðastliðinn mánudag. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rætt við vitni að árekstri þar sem bíl var ekið á tvær gangandi konur á Kringlumýrarbraut við gönguljós við gatnamótin við Hamrahlíð síðastliðinn mánudag. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki upplýsingar um líðan brotaþola. Réttarstöðu sakbornings Greint var frá því á mánudag að ökumaðurinn hefði verið handtekinn eftir áreksturinn. Hann væri grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og gegn rauðu ljósi. „Rannsókn málsins er bara í fullum gangi,“ segir Ásmundur. Hann segir að á meðan svona mál séu í rannsókn sé ökumaður alltaf með réttarstöðu sakbornings. Fréttastofa hefur myndefni undir höndum, tekið úr myndavélakerfi bíls, sem sýnir bæði aðdraganda árekstursins og það þegar vegfarendurnir kastast í jörðina eftir að bíllinn endar á þeim. Augnablikið þegar bíllinn skellur á vegfarendunum er þó utan ramma. Allt stopp á tveimur akreinum af þremur Í myndbandinu sést Kringlumýrarbrautin við gatnamótin við Hamrahlíð. Nokkur fjöldi bíla hefur numið staðar við gönguljós yfir götuna. Rautt ljós er á bílaumferð og grænt ljós á gangandi. Vegfarendurnir tveir sjást ganga yfir götuna. Á þessum kafla brautarinnar eru þrjár akreinar. Bílar eru stopp á tveimur þeirra. Á þriðju akreininni, þeirri innstu, sést bíll aka á nokkrum hraða og virðist ekki hægja á sér. Á sama tíma ganga vegfarendur fram hjá kyrrstæðu bílunum tveimur á ytri akreinum. En afleiðingar hans, strax eftir að áreksturinn verður, sjást á upptöku. Þegar tveir vegfarendur skellast í jörðina, og síðan þegar bíllinn nemur staðar. Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki upplýsingar um líðan brotaþola. Réttarstöðu sakbornings Greint var frá því á mánudag að ökumaðurinn hefði verið handtekinn eftir áreksturinn. Hann væri grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og gegn rauðu ljósi. „Rannsókn málsins er bara í fullum gangi,“ segir Ásmundur. Hann segir að á meðan svona mál séu í rannsókn sé ökumaður alltaf með réttarstöðu sakbornings. Fréttastofa hefur myndefni undir höndum, tekið úr myndavélakerfi bíls, sem sýnir bæði aðdraganda árekstursins og það þegar vegfarendurnir kastast í jörðina eftir að bíllinn endar á þeim. Augnablikið þegar bíllinn skellur á vegfarendunum er þó utan ramma. Allt stopp á tveimur akreinum af þremur Í myndbandinu sést Kringlumýrarbrautin við gatnamótin við Hamrahlíð. Nokkur fjöldi bíla hefur numið staðar við gönguljós yfir götuna. Rautt ljós er á bílaumferð og grænt ljós á gangandi. Vegfarendurnir tveir sjást ganga yfir götuna. Á þessum kafla brautarinnar eru þrjár akreinar. Bílar eru stopp á tveimur þeirra. Á þriðju akreininni, þeirri innstu, sést bíll aka á nokkrum hraða og virðist ekki hægja á sér. Á sama tíma ganga vegfarendur fram hjá kyrrstæðu bílunum tveimur á ytri akreinum. En afleiðingar hans, strax eftir að áreksturinn verður, sjást á upptöku. Þegar tveir vegfarendur skellast í jörðina, og síðan þegar bíllinn nemur staðar.
Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira