Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2024 17:02 Flestir telja að Sigmundur Davíð og Inga Sæland væru bestu drykkjufélagarnir. Vísir/Vilhelm/Grafík Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu sem var gerð dagana 15. til 18. október síðastliðna fyrir nýjasta þátt hlaðvarpsins Komið gott. Svarendur voru 970 talsins, en 876 svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Þátttakendur voru spurðir út í hvaða formann stjórnmálaflokks, sem hefur sæti á Alþingi, myndu þeir helst vilja fá sér drykk með, áfengan eða óáfengan? Maskína Réttrúmur fjórðungur, eða 25,3 prósent, myndu ekki vilja fá sér drykk með neinum þeirra. Af því undanskildu voru Sigmundur Davíð og Inga Sæland vinsælust. 18,9 prósent myndu velja Sigmund og 14,4 prósent væru til í drykk með Ingu. Á eftir þeim koma þrjú saman með lítið á milli sín. Tíu prósent myndu velja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. 9,2 prósent vilja drekka með Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Og 8,8 prósent væru til í drykk með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Á hverju ári hittast stjórnmálaleiðtogarnir og fá sér drykk á Gamlársdag. Það gera þeir í Kryddsíldinni á Stöð 2.Vísir/Hulda Á eftir Bjarna kemur félagi hans úr ríkisstjórninni, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, með 6,6 prósent. Þar á eftir er fyrrverandi stjórnarmeðlimurinn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með 3,8 prósent. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hjá Pírötum rekur lestina, en þrjú prósent myndu helst vilja fá sér drykk með henni. Sigmundur með karlhylli en Inga með kvenhylli Ýmsar viðbótarupplýsingar fylgja könnuninni. Úr þeim má til að mynda lesa að Sigmundur er langvinsælastur meðal karla, en 28 prósent þeirra myndu helst vilja drekka með honum. Flestar konur, eða 34,7 prósent, myndu ekki vilja drekka með neinum, en af formönnunum var Inga Sæland vinsælust með 20,4 prósent. Þess má síðan geta að Sigmundur er ekki eins vinsæll hjá konum, en 8,3 prósent kvenna myndu helst vilja drykk með honum. Og Inga er ekki eins vinsæl hjá körlum, en 9,2 prósent þeirra myndu drekka með henni. Þorgerður, Svandís og Þórhildur voru vinsælli hjá konum, en Kristrún, Bjarni og Sigurður hjá körlum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín í Kryddsíldinni 2021.Vísir/Hulda Ef þeir sem myndu ekki vilja drekka með neinum eru teknir út fyrir sviga myndi yngsti og elsti aldurshópurinn helst drekka með Ingu. Það er annars vegar þeir sem eru 18 til 29 ára og hins vegar þeir sem eru sextíu ára og eldri. Í öðrum aldurshópum, sem ná samanlagt frá 30 til 59 ára er Sigmundur vinsælastur. En hvern myndir þú vilja ræða við um pólitík? Maskína spurði þátttakendur líka út í hvaða formann þeir myndu helst vilja ræða við pólítík. Aftur valdi um fjórðungur ekki neinn. Sigmundur var líka vinsælastur af formanninum þegar spurt var út í stjórnmálaumræðurnar, með 17,4 prósent. Kristrún tekur stórt stökk þar, en 15,7 prósent myndu helst vilja ræða við hana. Maskína Svo koma fyrrverandi flokkssystkinin Bjarni og Þorgerður. Hann fær 11,1 prósent en hún 9,7 prósent. Fólk virðist spenntara fyrir partýi með Ingu heldur en pólitísku spjalli, en 7,9 prósent myndu helst vilja ræða viða hana. Svo kemur Sigurður Ingi með 5,6 prósent, Svandís með 4,3 prósent, og Þórhildur Sinna með 3,5 prósent. Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu sem var gerð dagana 15. til 18. október síðastliðna fyrir nýjasta þátt hlaðvarpsins Komið gott. Svarendur voru 970 talsins, en 876 svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Þátttakendur voru spurðir út í hvaða formann stjórnmálaflokks, sem hefur sæti á Alþingi, myndu þeir helst vilja fá sér drykk með, áfengan eða óáfengan? Maskína Réttrúmur fjórðungur, eða 25,3 prósent, myndu ekki vilja fá sér drykk með neinum þeirra. Af því undanskildu voru Sigmundur Davíð og Inga Sæland vinsælust. 18,9 prósent myndu velja Sigmund og 14,4 prósent væru til í drykk með Ingu. Á eftir þeim koma þrjú saman með lítið á milli sín. Tíu prósent myndu velja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. 9,2 prósent vilja drekka með Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Og 8,8 prósent væru til í drykk með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Á hverju ári hittast stjórnmálaleiðtogarnir og fá sér drykk á Gamlársdag. Það gera þeir í Kryddsíldinni á Stöð 2.Vísir/Hulda Á eftir Bjarna kemur félagi hans úr ríkisstjórninni, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, með 6,6 prósent. Þar á eftir er fyrrverandi stjórnarmeðlimurinn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með 3,8 prósent. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hjá Pírötum rekur lestina, en þrjú prósent myndu helst vilja fá sér drykk með henni. Sigmundur með karlhylli en Inga með kvenhylli Ýmsar viðbótarupplýsingar fylgja könnuninni. Úr þeim má til að mynda lesa að Sigmundur er langvinsælastur meðal karla, en 28 prósent þeirra myndu helst vilja drekka með honum. Flestar konur, eða 34,7 prósent, myndu ekki vilja drekka með neinum, en af formönnunum var Inga Sæland vinsælust með 20,4 prósent. Þess má síðan geta að Sigmundur er ekki eins vinsæll hjá konum, en 8,3 prósent kvenna myndu helst vilja drykk með honum. Og Inga er ekki eins vinsæl hjá körlum, en 9,2 prósent þeirra myndu drekka með henni. Þorgerður, Svandís og Þórhildur voru vinsælli hjá konum, en Kristrún, Bjarni og Sigurður hjá körlum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín í Kryddsíldinni 2021.Vísir/Hulda Ef þeir sem myndu ekki vilja drekka með neinum eru teknir út fyrir sviga myndi yngsti og elsti aldurshópurinn helst drekka með Ingu. Það er annars vegar þeir sem eru 18 til 29 ára og hins vegar þeir sem eru sextíu ára og eldri. Í öðrum aldurshópum, sem ná samanlagt frá 30 til 59 ára er Sigmundur vinsælastur. En hvern myndir þú vilja ræða við um pólitík? Maskína spurði þátttakendur líka út í hvaða formann þeir myndu helst vilja ræða við pólítík. Aftur valdi um fjórðungur ekki neinn. Sigmundur var líka vinsælastur af formanninum þegar spurt var út í stjórnmálaumræðurnar, með 17,4 prósent. Kristrún tekur stórt stökk þar, en 15,7 prósent myndu helst vilja ræða við hana. Maskína Svo koma fyrrverandi flokkssystkinin Bjarni og Þorgerður. Hann fær 11,1 prósent en hún 9,7 prósent. Fólk virðist spenntara fyrir partýi með Ingu heldur en pólitísku spjalli, en 7,9 prósent myndu helst vilja ræða viða hana. Svo kemur Sigurður Ingi með 5,6 prósent, Svandís með 4,3 prósent, og Þórhildur Sinna með 3,5 prósent.
Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira