Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðsdómarar Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 19:31 Dómsmálaráðherra skipaði Odd Þorra og Hákon dómara. Stjórnarráðið Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða. Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023. Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Sjá meira
Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023.
Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Sjá meira