„Alls ekki bjartsýn“ á að verkföllum verði afstýrt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 19:01 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir þriðjudag, þegar fyrirhugað er að fyrstu verkföll skelli á. Hún segir mikilvægt að hafa í huga muninn á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfi á almennum markaði. Kennarar hafa nefnt rúma milljón á mánuði sem eðlileg grunnlaun. Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“ Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32