Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2024 13:35 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira