Efnið tralopyril veldur eitrun í kræklingi Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2024 11:09 Ljóst er að baráttunni um firðina og sjókvíaeldið þar er hvergi nærri lokið. Þessi mynd er tekin í Djúpavogi í Berufirði. Nú hefur komið á daginn að efni sem þeir sem reka sjókvíar vilja bera á möskva sína er ekki eins hættulaust og látið hefur verið í veðri vaka. vísir/vilhelm Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir umsókn Arctic Fish um að fá að nota efnið tralopyril á möskva sína í sjókvíum lýsa algjöru skeytingarleysi gagnvart umhverfinu, þar komist eitt og aðeins eitt að sem er hámörkun gróða. Norska blaðið Dagens Næringsliv birtir í helgarútgáfu sinni fréttaskýringu um eiturefni úr ásætuvörnum í sjókvíaeldi sem er að valda eitrun í kræklingi, smáum hákörlum og öðrum villtum fisktegundum. Efnið heitir tralopyril og hefur líka greinst í holdi eldislax. Efnið brotnar ekki niður. Tralopyril á að koma í veg fyrir að lífverur festi sig á netapokana í sjókvíunum og hefur verið kynnt sem skaðlaust en nú hefur það fengist staðfest að það stenst ekki skoðun. Sú er í það minnsta niðurstaða rannsókna sem Dagens Næringsliv birtir undir fyrirsögninni „Giften í fjordena“. Þar segir að efnið, sem er notað daglega í norskum sjókvíum hafi nú fundist meðal annars í kræklingi og lúðu. Skjáskot úr umfangsmikilli umfjöllun Dagens Næringsliv. En hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum. Arctic Sea Farm, sem er einn hluti Artic Fish-samsteypunnar, hefur sótt um að fá að nota ásætuvarnir sem innihalda tralopyril á net í sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Í umsókn fyrirtækisins til Skipulagsstofnunar kemur þetta fram: „Það er mat Arctic Sea Farm að notkun ásætuvarna sem innihalda Tralopyril (ECONEA®) og Zinc Pyrithione fylgi ekki verulega neikvæð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Hafró vill umhverfismat Í umsögn Hafrannsóknastofnunar Íslands um umsókn Arctic Sea Farm er lagst gegn því að leyfið verði veitt án þess að umhverfismat fari fram áður: „Út frá sínu starfssviði telur Hafrannsóknastofnun að miðað við þá takmörkuðu þekkingu og óvissu sem liggur fyrir um efnin á lífríki, aðra en þá að þau eru mjög eitruð lífverum, sé varasamt að nota þau í sjó hér við land, sérstaklega Zinc Pyrithione.“ Jón Kaldal liggur ekki á skoðunum sínum og segir hann sjókvíaeldisfyrirtækin hafi eitt og aðeins eitt í huga: Hámarka gróðann og að þeir sem þar stjórni skeyti engu um óæskileg umhverfisáhrif.vísir/vilhelm Ákvörðun Skipulagsstofnunar var að umhverfismat skyldi fara fram áður en leyfið yrði veitt. Vísir hefur sent Sven Ove Tveiten framkvæmdastjóra Artic Fish fyrirspurn vegna málsins en hann hefur ekki komi því við að svara. Vísi lék forvitni á að vita hvað þeim hjá Artic Fish finnist um þetta og hvort þeir standi við fyrri yfirlýsingar um að efnið sé hættulaust, í ljósi þessara nýju upplýsinga. Engu skeytt um tjón á náttúrunni Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, liggur hins vegar ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn: „Sú afstaða Arctic Fish að vilja komast hjá umhverfismati og nota þetta baneitraða efni er lýsandi fyrir algjört skeytingarleysi sjókvíaeldisiðnaðarins gagnvart umhverfinu og lífríkinu. Í þessum rekstri er eina markmiðið að hámarka ágóða hluthafa. Engu er skeytt um það tjón sem valdið er á náttúrunni og hagsmunum annarra sem vilja nýta auðlindir hennar með sjálfbærum hætti.“ Tengd skjöl DN_-_Magasinet_-_Brynjar_Berg_-_181024_-_full_articlePDF6.8MBSækja skjal Sjókvíaeldi Fjölmiðlar Noregur Dýraheilbrigði Lax Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Norska blaðið Dagens Næringsliv birtir í helgarútgáfu sinni fréttaskýringu um eiturefni úr ásætuvörnum í sjókvíaeldi sem er að valda eitrun í kræklingi, smáum hákörlum og öðrum villtum fisktegundum. Efnið heitir tralopyril og hefur líka greinst í holdi eldislax. Efnið brotnar ekki niður. Tralopyril á að koma í veg fyrir að lífverur festi sig á netapokana í sjókvíunum og hefur verið kynnt sem skaðlaust en nú hefur það fengist staðfest að það stenst ekki skoðun. Sú er í það minnsta niðurstaða rannsókna sem Dagens Næringsliv birtir undir fyrirsögninni „Giften í fjordena“. Þar segir að efnið, sem er notað daglega í norskum sjókvíum hafi nú fundist meðal annars í kræklingi og lúðu. Skjáskot úr umfangsmikilli umfjöllun Dagens Næringsliv. En hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum. Arctic Sea Farm, sem er einn hluti Artic Fish-samsteypunnar, hefur sótt um að fá að nota ásætuvarnir sem innihalda tralopyril á net í sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Í umsókn fyrirtækisins til Skipulagsstofnunar kemur þetta fram: „Það er mat Arctic Sea Farm að notkun ásætuvarna sem innihalda Tralopyril (ECONEA®) og Zinc Pyrithione fylgi ekki verulega neikvæð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Hafró vill umhverfismat Í umsögn Hafrannsóknastofnunar Íslands um umsókn Arctic Sea Farm er lagst gegn því að leyfið verði veitt án þess að umhverfismat fari fram áður: „Út frá sínu starfssviði telur Hafrannsóknastofnun að miðað við þá takmörkuðu þekkingu og óvissu sem liggur fyrir um efnin á lífríki, aðra en þá að þau eru mjög eitruð lífverum, sé varasamt að nota þau í sjó hér við land, sérstaklega Zinc Pyrithione.“ Jón Kaldal liggur ekki á skoðunum sínum og segir hann sjókvíaeldisfyrirtækin hafi eitt og aðeins eitt í huga: Hámarka gróðann og að þeir sem þar stjórni skeyti engu um óæskileg umhverfisáhrif.vísir/vilhelm Ákvörðun Skipulagsstofnunar var að umhverfismat skyldi fara fram áður en leyfið yrði veitt. Vísir hefur sent Sven Ove Tveiten framkvæmdastjóra Artic Fish fyrirspurn vegna málsins en hann hefur ekki komi því við að svara. Vísi lék forvitni á að vita hvað þeim hjá Artic Fish finnist um þetta og hvort þeir standi við fyrri yfirlýsingar um að efnið sé hættulaust, í ljósi þessara nýju upplýsinga. Engu skeytt um tjón á náttúrunni Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, liggur hins vegar ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn: „Sú afstaða Arctic Fish að vilja komast hjá umhverfismati og nota þetta baneitraða efni er lýsandi fyrir algjört skeytingarleysi sjókvíaeldisiðnaðarins gagnvart umhverfinu og lífríkinu. Í þessum rekstri er eina markmiðið að hámarka ágóða hluthafa. Engu er skeytt um það tjón sem valdið er á náttúrunni og hagsmunum annarra sem vilja nýta auðlindir hennar með sjálfbærum hætti.“ Tengd skjöl DN_-_Magasinet_-_Brynjar_Berg_-_181024_-_full_articlePDF6.8MBSækja skjal
Sjókvíaeldi Fjölmiðlar Noregur Dýraheilbrigði Lax Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira