Heilsuráð Önnu Eiríks fyrir haustið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. október 2024 09:34 Anna Eiriksdóttir hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir undirstrikar mikilvægi þess að fólk forgangsraði hreyfingu í daglegu lífi, jafnvel þótt það sé aðeins fimmtán mínútur á dag. Hér að neðan má finna fimm einföld ráð til að koma hreyfingu inn í rútínuna. „Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks) Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks)
Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira