Páll Valur vill forystusæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 18:49 Páll Valur býður krafta sína fram fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson býður sig fram í forystusæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Páll sat á þingi fyrir Bjarta Framtíð árin 2013 - 2016, og var varaþingmaður Samfylkingarinnar 2017 - 2021. „Ég var hvattur til að sækja um forystusæti og þá er reiknað með að það séu sæti eitt og tvö. Ég var ekkert endilega að hugsa um þetta en svo eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa. Það kostar ekkert að prófa þetta,“ segir Páll. Brennur fyrir málefnum Grindvíkinga og barna Páll er Grindvíkingur og hann sat í bæjarstjórn árin 2018 - 2022 fyrir Samfylkinguna. Hann segir að Grindvíkingar þurfi á sterkri rödd að halda á þingi. Síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir hann og aðra Grindvíkinga. „Ég var mjög framarlega á þingi í málefnum barna og þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu og taldi mig eiga ýmislegt eftir ógert þar. Þannig ég lét til leiðast núna þegar fólk var að hvetja mig til þess að gefa kost á mér,“ segir Páll. „Auðvitað brennur á manni að skapa sátt í samfélaginu og byggja upp gott og mannlegt samfélag sem að stendur saman að öllum helstu málum. Sundurlindið í þessari þjóð er með ólíkindum, og þegar ég var á þingi fyrir Bjarta Framtíð barðist ég fyrir því að fólk ynni betur saman,“ segir hann. Hann kveðst hrifinn af málefnastarfinu sem hefur verið leitt af Kristrúnu síðustu tvö árin. „Hún er að finna púlsinn í landinu og leggja fram þau mál sem brenna á þjóðinni. Ég er bara mjög hrifinn af því hvernig hún er að gera þetta og hvernig hún er að tækla þessi mál. Páll bauð sig fram til Alþingis haustið 2016 undir merkjum Bjartrar Framtíðar og komst þá ekki á þing. „Ég var einn af þeim sem var mjög mótfallinn þessu ríkisstjórnarsamstarfi 2016 og það fór eins og það fór. Ég var ekkert sáttur við það,“ segir Páll. Björt Framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn árið 2017, en sleit samstarfinu seinna sama ár. Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
„Ég var hvattur til að sækja um forystusæti og þá er reiknað með að það séu sæti eitt og tvö. Ég var ekkert endilega að hugsa um þetta en svo eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa. Það kostar ekkert að prófa þetta,“ segir Páll. Brennur fyrir málefnum Grindvíkinga og barna Páll er Grindvíkingur og hann sat í bæjarstjórn árin 2018 - 2022 fyrir Samfylkinguna. Hann segir að Grindvíkingar þurfi á sterkri rödd að halda á þingi. Síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir hann og aðra Grindvíkinga. „Ég var mjög framarlega á þingi í málefnum barna og þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu og taldi mig eiga ýmislegt eftir ógert þar. Þannig ég lét til leiðast núna þegar fólk var að hvetja mig til þess að gefa kost á mér,“ segir Páll. „Auðvitað brennur á manni að skapa sátt í samfélaginu og byggja upp gott og mannlegt samfélag sem að stendur saman að öllum helstu málum. Sundurlindið í þessari þjóð er með ólíkindum, og þegar ég var á þingi fyrir Bjarta Framtíð barðist ég fyrir því að fólk ynni betur saman,“ segir hann. Hann kveðst hrifinn af málefnastarfinu sem hefur verið leitt af Kristrúnu síðustu tvö árin. „Hún er að finna púlsinn í landinu og leggja fram þau mál sem brenna á þjóðinni. Ég er bara mjög hrifinn af því hvernig hún er að gera þetta og hvernig hún er að tækla þessi mál. Páll bauð sig fram til Alþingis haustið 2016 undir merkjum Bjartrar Framtíðar og komst þá ekki á þing. „Ég var einn af þeim sem var mjög mótfallinn þessu ríkisstjórnarsamstarfi 2016 og það fór eins og það fór. Ég var ekkert sáttur við það,“ segir Páll. Björt Framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn árið 2017, en sleit samstarfinu seinna sama ár.
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17