Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2024 21:06 50 af 100 bílunum, sem Daði hefur sett saman í gegnum árin. Allir þessir bílar verða til sýnis á sýningunni á sunnudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum. Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend
Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira