Rósa sækist eftir þriðja sætinu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 12:44 Rósa hefur verið í bæjarpólitík um árabil en ætlar nú í landsmálin. Aðsend Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. Rósa hættir sem bæjarstjóri um áramótin þegar Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnafirði tekur við sem bæjarstjóri í samræmi við samkomulag sem gert var í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga. „Eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði í rúm 10 ár og átt þannig þátt í því að koma flokknum í meirihluta í bæjarstjórn eftir langt hlé, vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsilegan árangur í komandi kosningum,“ segir Rósa. Hún segist telja að reynsla hennar sem bæjarfulltrúi í 18 ár, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í rúm 6 ár, muni nýtast vel í landsmálunum. „Mín störf sýna að ég hef fylgt grundvallarhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar af einurð sem birtist meðal annars í ábyrgri fjármálastjórn, frelsi til athafna, skattalækkunum, skilningi á því að velferð sé ekki tryggð nema með öflugu atvinnulífi og virðingu fyrir skattfé almennings.“ Slegist um sætin í Suðvestur Keppst verður um sætin á lista flokksins í kjördæminu. Þegar hafa þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Jón Gunnarsson gefið út að þau sækist eftir 2. sæti og er gert ráð fyrir að Bjarni Benediktsson muni leiða listann í kjördæminu eins og hann hefur gert síðustu ár. Óli Björn Kárason ætlar ekki fram í þetta sinn en hann var í 4. sæti á lista í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16. október 2024 13:25 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rósa hættir sem bæjarstjóri um áramótin þegar Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnafirði tekur við sem bæjarstjóri í samræmi við samkomulag sem gert var í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga. „Eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði í rúm 10 ár og átt þannig þátt í því að koma flokknum í meirihluta í bæjarstjórn eftir langt hlé, vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsilegan árangur í komandi kosningum,“ segir Rósa. Hún segist telja að reynsla hennar sem bæjarfulltrúi í 18 ár, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í rúm 6 ár, muni nýtast vel í landsmálunum. „Mín störf sýna að ég hef fylgt grundvallarhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar af einurð sem birtist meðal annars í ábyrgri fjármálastjórn, frelsi til athafna, skattalækkunum, skilningi á því að velferð sé ekki tryggð nema með öflugu atvinnulífi og virðingu fyrir skattfé almennings.“ Slegist um sætin í Suðvestur Keppst verður um sætin á lista flokksins í kjördæminu. Þegar hafa þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Jón Gunnarsson gefið út að þau sækist eftir 2. sæti og er gert ráð fyrir að Bjarni Benediktsson muni leiða listann í kjördæminu eins og hann hefur gert síðustu ár. Óli Björn Kárason ætlar ekki fram í þetta sinn en hann var í 4. sæti á lista í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16. október 2024 13:25 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16. október 2024 13:25
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13
Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20