Óli Björn hættir á þingi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 16:22 Óli Björn kallar þetta gott á þingi, og þakkar fyrir sig. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. Hann segir ákvörðunina hafa legið fyrir í nokkurn tíma. Frá þessu greinir Óli Björn í grein á vef Sjálfstæðisflokksins, undir yfirskriftinni „Takk fyrir allt“. Þar segir hann sérstaklega ánægjulegt að hafa notið þess trausts og trúnaðar að vera þingmaður Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og fyrir það sé hann þakklátur. Óli Björn var fyrst kjörinn á þing árið 2016 og var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum, árið 2021. Stundum reynt á þolrifin „Í starfi mínu sem þingmaður hef ég byggt á hugmyndafræði og lífssýn sjálfstæðisstefnunnar um mannhelgi einstaklingsins – að andlegt og efnahagslegt frelsi sé frumréttur hvers og eins. Og það hefur á stundum reynt á þolrifin. Fram undan eru mikilvægar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt á brattann að sækja en hefur náð vopnum sínum aftur. Gangi frambjóðendur og við sem styðjum Sjálfstæðisflokkinn til verka af sannfæringu og með sjálfstraust óttast ég ekki dóm kjósenda,“ skrifar hann. „Takk fyrir mig“ Hann muni gera sitt til þess að tryggja góðan árangur, og segir frambjóðendur flokksins þurfa fylgja hugmyndum eftir af ástríðu og sannfæringu. „Sýna staðfestu í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og fullveldi landsins. Þeirri baráttu legg ég lið í öflugri bakvarðarsveit Sjálfstæðismanna um allt land. Takk fyrir mig.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16. október 2024 15:44 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. 16. október 2024 14:31 Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16. október 2024 12:37 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Frá þessu greinir Óli Björn í grein á vef Sjálfstæðisflokksins, undir yfirskriftinni „Takk fyrir allt“. Þar segir hann sérstaklega ánægjulegt að hafa notið þess trausts og trúnaðar að vera þingmaður Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og fyrir það sé hann þakklátur. Óli Björn var fyrst kjörinn á þing árið 2016 og var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum, árið 2021. Stundum reynt á þolrifin „Í starfi mínu sem þingmaður hef ég byggt á hugmyndafræði og lífssýn sjálfstæðisstefnunnar um mannhelgi einstaklingsins – að andlegt og efnahagslegt frelsi sé frumréttur hvers og eins. Og það hefur á stundum reynt á þolrifin. Fram undan eru mikilvægar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt á brattann að sækja en hefur náð vopnum sínum aftur. Gangi frambjóðendur og við sem styðjum Sjálfstæðisflokkinn til verka af sannfæringu og með sjálfstraust óttast ég ekki dóm kjósenda,“ skrifar hann. „Takk fyrir mig“ Hann muni gera sitt til þess að tryggja góðan árangur, og segir frambjóðendur flokksins þurfa fylgja hugmyndum eftir af ástríðu og sannfæringu. „Sýna staðfestu í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og fullveldi landsins. Þeirri baráttu legg ég lið í öflugri bakvarðarsveit Sjálfstæðismanna um allt land. Takk fyrir mig.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16. október 2024 15:44 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. 16. október 2024 14:31 Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16. október 2024 12:37 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16. október 2024 15:44
Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20
Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. 16. október 2024 14:31
Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16. október 2024 12:37