„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2024 21:42 Svandís Svavarsdóttir birti þessa mynd með færslu sinni á slaginu klukkan 17 í dag. Hálftíma síðar var búið að fylla fjölda kassa á skrifstofu hennar í innviðaráðuneytinu. Vinstri græn Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands féllst í dag á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að rjúfa þing. Þá féllst hún á lausnarbeiðni fyrir Bjarna og ríkisstjórn sína. Bað Halla í framhaldinu ríkisstjórn um að starfa áfram sem starfsstjórn. Á það hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fallist en Vinstri græn hafnað. Svandís svaraði ekki símtölum fréttastofu í dag. Hún hafði áður viðrað það að taka þátt í starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar fram að kosningum. Ljóst var að Svandís og VG hugnaðist ekki frekara samstarf við Sjálfstæðisflokk Bjarna Benediktssonar eftir sjö ára samstarf, lengst af undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Fréttastofu bárust ábendingar upp úr hádegi í dag þess efnis að Svandís væri byrjuð að taka saman á skrifstofu sinni í innviðaráðuneytinu. Fréttastofa hringdi þrjú símtöl í Iðunni Garðarsdóttur og Kára Gautason, aðstoðarmenn Svandísar sem innviðaráðherra. Þau sögðu bæði ekkert hæft í því. Um væri að ræða falsfrétt og þvælu, eins og Kári komst að orði, og Iðunn sagði ekkert slíkt ákveðið. Málin myndu skýrast á næstu dögum. Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason hafa staðið vaktina sem aðstoðarmenn Svandísar undanfarin ár.Stjr Halla forseti sagðist aðspurð á fimmta tímanum í dag ekki geta svarað því hvort Vinstri græn yrðu í starfsstjórninni sem hún hefði beðið ríkisstjórnina að mynda. Um það leyti sem Bjarni sleppti orðinu í viðtali á Bessastöðum þar sem hann sagðist ekki trúa því að Vinstri græn yrðu ekki hluti af starfsstjórninni birti Svandís Facebook-færslu. Klukkan sló fimm og sagði Svandís í tvö hundruð orða færslu að VG yrði ekki hluti af starfsstjórn. Hálfri klukkustund síðar mætti fréttamaður RÚV í innviðaráðuneytið og tók viðtal við Svandísi. Eins og sjá mátti í kvöldfréttum RÚV var skrifstofa Svandísar svo gott sem tóm. Mikið verk hafði verið unnið á skömmum tíma, búið að fylla marga kassa og hreinsa úr hillum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, mætti í myndver í kvöldfréttir Stöðvar 2. Þar sagði hann þingflokk VG hafa ákveðið að taka ekki þátt í frekara samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafnaði því að flokkurinn væri að bregðast skyldum sínum með því að stíga frá borði. Hann var einnig spurður að því hvort hann væri búinn að tæma skrifstofu sína í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða hvort það yrði fyrsta verk á morgun. Guðmundur Ingi hló og sagði skrifstofuna fulla af kössum. Hann væri á leiðinni þangað aftur til að klára að tæma og því ljóst að Vinstri græn hafa hraðar hendur þegar kemur að því að skapa rými fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur sagt eðlilegt að fylli í skarð fráfarandi ráðherra Vinstri grænna. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. 15. október 2024 20:20 Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. 15. október 2024 19:21 „Tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands féllst í dag á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að rjúfa þing. Þá féllst hún á lausnarbeiðni fyrir Bjarna og ríkisstjórn sína. Bað Halla í framhaldinu ríkisstjórn um að starfa áfram sem starfsstjórn. Á það hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fallist en Vinstri græn hafnað. Svandís svaraði ekki símtölum fréttastofu í dag. Hún hafði áður viðrað það að taka þátt í starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar fram að kosningum. Ljóst var að Svandís og VG hugnaðist ekki frekara samstarf við Sjálfstæðisflokk Bjarna Benediktssonar eftir sjö ára samstarf, lengst af undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Fréttastofu bárust ábendingar upp úr hádegi í dag þess efnis að Svandís væri byrjuð að taka saman á skrifstofu sinni í innviðaráðuneytinu. Fréttastofa hringdi þrjú símtöl í Iðunni Garðarsdóttur og Kára Gautason, aðstoðarmenn Svandísar sem innviðaráðherra. Þau sögðu bæði ekkert hæft í því. Um væri að ræða falsfrétt og þvælu, eins og Kári komst að orði, og Iðunn sagði ekkert slíkt ákveðið. Málin myndu skýrast á næstu dögum. Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason hafa staðið vaktina sem aðstoðarmenn Svandísar undanfarin ár.Stjr Halla forseti sagðist aðspurð á fimmta tímanum í dag ekki geta svarað því hvort Vinstri græn yrðu í starfsstjórninni sem hún hefði beðið ríkisstjórnina að mynda. Um það leyti sem Bjarni sleppti orðinu í viðtali á Bessastöðum þar sem hann sagðist ekki trúa því að Vinstri græn yrðu ekki hluti af starfsstjórninni birti Svandís Facebook-færslu. Klukkan sló fimm og sagði Svandís í tvö hundruð orða færslu að VG yrði ekki hluti af starfsstjórn. Hálfri klukkustund síðar mætti fréttamaður RÚV í innviðaráðuneytið og tók viðtal við Svandísi. Eins og sjá mátti í kvöldfréttum RÚV var skrifstofa Svandísar svo gott sem tóm. Mikið verk hafði verið unnið á skömmum tíma, búið að fylla marga kassa og hreinsa úr hillum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, mætti í myndver í kvöldfréttir Stöðvar 2. Þar sagði hann þingflokk VG hafa ákveðið að taka ekki þátt í frekara samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafnaði því að flokkurinn væri að bregðast skyldum sínum með því að stíga frá borði. Hann var einnig spurður að því hvort hann væri búinn að tæma skrifstofu sína í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða hvort það yrði fyrsta verk á morgun. Guðmundur Ingi hló og sagði skrifstofuna fulla af kössum. Hann væri á leiðinni þangað aftur til að klára að tæma og því ljóst að Vinstri græn hafa hraðar hendur þegar kemur að því að skapa rými fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur sagt eðlilegt að fylli í skarð fráfarandi ráðherra Vinstri grænna.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. 15. október 2024 20:20 Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. 15. október 2024 19:21 „Tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. 15. október 2024 20:20
Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. 15. október 2024 19:21
„Tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59
„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42