Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Jón Þór Stefánsson skrifar 15. október 2024 20:20 Ólafur Þ. Harðarson telur að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins frá 1979 hafi verið í huga Svandísar þegar hún lagði til bráðabirgðastjórn með Framsóknarflokknum. Vísir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. Í dag samþykkti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, að rjúfa þing að beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Hún bað sitjandi stjórn um að halda áfram sem starfsstjórn fram að kosningum, en Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að Vinstri grænir myndu ekki verða við þeirri beiðni. „Þegar stjórn biðst lausnar þá er það meginreglan, og það gerist eiginlega alltaf, að sú stjórn er beðin um að halda áfram sem starfsstjórn. Þannig að það að Halla hafi fallist á þingrofsbeiðni Bjarna er mjög skiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að það hafa eiginlega flestir eða allir flokkar lýst sig sammála því að kjósa núna 30. nóvember,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu um tíðindi dagsins. „Það hefur verið reglan að þegar stjórn biðst lausnar og forseti fellst á lausnarbeiðnina, þá biður hann stjórnina að halda áfram sem starfsstjórn. Hingað til hefur það aldrei gerst að ríkisstjórn hafi hafnað því, og sumir stjórnmálafræðingar telja það nánast skyldu hennar að gerast starfsstjórn.“ Þá segir Ólafur að nánast allir ráðherrar hafi hingað til fallist á að sitja áfram í sínum embættum. Hann segist hafa lesið að Brynjólfur Bjarnason hafi tekið sér umhugsunarfrest árið 1947 þegar svokölluð nýsköpunarstjórn sprakk, en hann hefði síðan fallist á að sitja áfram. Síðan minntist Bjarni Benediktsson á það í viðtali áðan að einn ráðherra hefði einu sinni hætt í þessum kringumstæðum og tekið að sér dómaraembætti. „Ég þekki það ekki, en það er eflaust rétt hjá Bjarna,“ segir Ólafur um það dæmi. Að minnsta kosti sé það „algjörlega skýr meginregla“ að fráfarandi ríkisstjórn sitji í starfsstjórn. „Þannig það að Vinstri græn neiti núna að taka þátt í starfsstjórninni, það eru algjör nýmæli í íslenskum stjórnmálum.“ Svandís líklega með fordæmi frá 1979 í huga Svandís hafði talað um að hún vildi heldur fá bráðabirgðastjórn Framsóknar og Vinstri grænna. Ólafur tekur fram að Svandís hafi talað um „starfsstjórn“ í þeim efnum, en það væri í raun ekki eiginleg starfsstjórn heldur bráðabirgðastjórn. Fordæmi fyrir slíku sé frá 1979. Þá hafi stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem var samansett af Framsókn, Alþýðuflokki, og Alþýðubandalagi, sprungið í byrjun októbermánaðar. „Þann 12. október þá baðst hann lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þar með varð sú stjórn starfsstjórn. Hún hins vegar starfaði ekki nema í þrjá daga vegna þess að 15. október þá tilkynnti Kristján Eldjárn að hann væri búinn að skipa Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokksins, sem forsætisráðherra, og um leið rauf hann þingið að tillögu Benedikts,“ rekur Ólafur. Um hafi verið að ræða minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sem starfaði fram að kosningum 2. og 3. desember. Strax að loknum kosningum hafi Benedikt beðist lausnar. Forsetinn samþykkti það, en bað Benedikt að vera áfram þangað til ný stjórn yrði mynduð, en þá var um starfsstjórn að ræða, ekki bráðabirgðastjórn. Við tók mikil stjórnarkreppa, en ný stjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð 8. febrúar 1980. Minnihlutastjórnin sat því í um fjóra mánuði. „Þegar Svandís talaði um hugsanlega minnihlutastjórn Framsóknar og Vinstri grænna hefur hún vafalítið verið með þetta fordæmi í huga,“ segir Ólafur. Hefði ekki gerst nema með vilja Sigurðar Inga „Það hefði verið annar möguleiki: Hefðu Sigurður Ingi og Svandís bæði viljað mynda svona minnihlutastjórn og þau fengið nægjanlegan stuðning eða hlutleysi meirihluta þingmanna, þá held ég að það sé mjög líklegt að forsetinn hefði samþykkt slíka stjórn og veitt Sigurði Inga umboð til stjórnarmyndunar.“ Að sögn Ólafs hefði sú leið verið stjórnskipulega fær, eins og dæmið frá 1979 sýnir. „En svona hefði aldrei gerst nema Sigurður Ingi vildi það, og í öðru lagi ef ellefu þingmenn úr stjórnarandstöðunni hoppað á vagninn,“ segir Ólafur. Mögulegt en ólíklegt að mynda minnihlutastjórn úr þessu Þrátt fyrir það segir Ólafur að þetta stjórnarmynstur sé í raun enn mögulegt, þó það verði að teljast ólíklegt. „Þingið gæti þess vegna samþykkt vantraust á þessa starfsstjórn, jafnvel þó það myndi ekki þjóna miklum tilgangi. Og Sigurður Ingi og Svandís myndu vilja reyna á þessa minnihlutastjórn Framsóknar og VG þá gætu þau það enn þá. Þá gengju þau á fund forseta og tilkynntu að slík stjórn væri á borðinu og hefði stuðning eða hlutleysi meirihluta þings. Þá væri mjög líklegt að Halla myndi veita honum stjórnarmyndunarumboð,“ segir Ólafur. „En eins og þetta stendur núna er þetta afskaplega ólíkleg sviðsmynd. En það er bara áhugavert að halda þessu til haga.“ Ólafi finnst langlíklegast að stjórnin fram að kosningum verði starfsstjórnin sem Halla hafi lagt upp með. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Í dag samþykkti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, að rjúfa þing að beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Hún bað sitjandi stjórn um að halda áfram sem starfsstjórn fram að kosningum, en Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að Vinstri grænir myndu ekki verða við þeirri beiðni. „Þegar stjórn biðst lausnar þá er það meginreglan, og það gerist eiginlega alltaf, að sú stjórn er beðin um að halda áfram sem starfsstjórn. Þannig að það að Halla hafi fallist á þingrofsbeiðni Bjarna er mjög skiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að það hafa eiginlega flestir eða allir flokkar lýst sig sammála því að kjósa núna 30. nóvember,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu um tíðindi dagsins. „Það hefur verið reglan að þegar stjórn biðst lausnar og forseti fellst á lausnarbeiðnina, þá biður hann stjórnina að halda áfram sem starfsstjórn. Hingað til hefur það aldrei gerst að ríkisstjórn hafi hafnað því, og sumir stjórnmálafræðingar telja það nánast skyldu hennar að gerast starfsstjórn.“ Þá segir Ólafur að nánast allir ráðherrar hafi hingað til fallist á að sitja áfram í sínum embættum. Hann segist hafa lesið að Brynjólfur Bjarnason hafi tekið sér umhugsunarfrest árið 1947 þegar svokölluð nýsköpunarstjórn sprakk, en hann hefði síðan fallist á að sitja áfram. Síðan minntist Bjarni Benediktsson á það í viðtali áðan að einn ráðherra hefði einu sinni hætt í þessum kringumstæðum og tekið að sér dómaraembætti. „Ég þekki það ekki, en það er eflaust rétt hjá Bjarna,“ segir Ólafur um það dæmi. Að minnsta kosti sé það „algjörlega skýr meginregla“ að fráfarandi ríkisstjórn sitji í starfsstjórn. „Þannig það að Vinstri græn neiti núna að taka þátt í starfsstjórninni, það eru algjör nýmæli í íslenskum stjórnmálum.“ Svandís líklega með fordæmi frá 1979 í huga Svandís hafði talað um að hún vildi heldur fá bráðabirgðastjórn Framsóknar og Vinstri grænna. Ólafur tekur fram að Svandís hafi talað um „starfsstjórn“ í þeim efnum, en það væri í raun ekki eiginleg starfsstjórn heldur bráðabirgðastjórn. Fordæmi fyrir slíku sé frá 1979. Þá hafi stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem var samansett af Framsókn, Alþýðuflokki, og Alþýðubandalagi, sprungið í byrjun októbermánaðar. „Þann 12. október þá baðst hann lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þar með varð sú stjórn starfsstjórn. Hún hins vegar starfaði ekki nema í þrjá daga vegna þess að 15. október þá tilkynnti Kristján Eldjárn að hann væri búinn að skipa Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokksins, sem forsætisráðherra, og um leið rauf hann þingið að tillögu Benedikts,“ rekur Ólafur. Um hafi verið að ræða minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sem starfaði fram að kosningum 2. og 3. desember. Strax að loknum kosningum hafi Benedikt beðist lausnar. Forsetinn samþykkti það, en bað Benedikt að vera áfram þangað til ný stjórn yrði mynduð, en þá var um starfsstjórn að ræða, ekki bráðabirgðastjórn. Við tók mikil stjórnarkreppa, en ný stjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð 8. febrúar 1980. Minnihlutastjórnin sat því í um fjóra mánuði. „Þegar Svandís talaði um hugsanlega minnihlutastjórn Framsóknar og Vinstri grænna hefur hún vafalítið verið með þetta fordæmi í huga,“ segir Ólafur. Hefði ekki gerst nema með vilja Sigurðar Inga „Það hefði verið annar möguleiki: Hefðu Sigurður Ingi og Svandís bæði viljað mynda svona minnihlutastjórn og þau fengið nægjanlegan stuðning eða hlutleysi meirihluta þingmanna, þá held ég að það sé mjög líklegt að forsetinn hefði samþykkt slíka stjórn og veitt Sigurði Inga umboð til stjórnarmyndunar.“ Að sögn Ólafs hefði sú leið verið stjórnskipulega fær, eins og dæmið frá 1979 sýnir. „En svona hefði aldrei gerst nema Sigurður Ingi vildi það, og í öðru lagi ef ellefu þingmenn úr stjórnarandstöðunni hoppað á vagninn,“ segir Ólafur. Mögulegt en ólíklegt að mynda minnihlutastjórn úr þessu Þrátt fyrir það segir Ólafur að þetta stjórnarmynstur sé í raun enn mögulegt, þó það verði að teljast ólíklegt. „Þingið gæti þess vegna samþykkt vantraust á þessa starfsstjórn, jafnvel þó það myndi ekki þjóna miklum tilgangi. Og Sigurður Ingi og Svandís myndu vilja reyna á þessa minnihlutastjórn Framsóknar og VG þá gætu þau það enn þá. Þá gengju þau á fund forseta og tilkynntu að slík stjórn væri á borðinu og hefði stuðning eða hlutleysi meirihluta þings. Þá væri mjög líklegt að Halla myndi veita honum stjórnarmyndunarumboð,“ segir Ólafur. „En eins og þetta stendur núna er þetta afskaplega ólíkleg sviðsmynd. En það er bara áhugavert að halda þessu til haga.“ Ólafi finnst langlíklegast að stjórnin fram að kosningum verði starfsstjórnin sem Halla hafi lagt upp með.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira