„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2024 18:59 Guðmundur Ingi mun ekki sitja í starfsstjórninni fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira