Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 16:41 Að mati Eiríks eru margar mögulegar ástæður fyrir fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar „Það er krísuástand á stjórnarheimilinu. Það blasir við okkur. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá það,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Að sögn Eiríks liggur ekki fyrir hvað verður eða hver ætlunin með fundinum sé. „Það liggur ekki ljóst fyrir enn þá. En það eru auðvitað nokkrir möguleikar. Það gæti verið að flokkurinn treysti sér ekki lengur til að vera í þessu stjórnarsamstarfi. Formaðurinn gæti hugað að brotthvarfi. Eða þá að það sé einfaldlega verið að lægja öldurnar með þá fyrirætlun að halda þessu gangandi.“ Í dag sagði formaður Vinstri grænna að ríkisstjórnin væri í vanda stödd og formaður Framsóknarflokksins sagði samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð. Eiríkur man ekki til þess að höfuð flokkanna hafi talað með þessum hætti í þessu samstarfi. „Frá og með landsfundi Vinstri grænna, og jafnvel fyrr, er stjórnarsamstarfinu efnislega lokið í þeirri merkingu að ríkisstjórnin reyni að ná saman um stór mál og sameinist um að koma þeim í gegnum Alþingi. Það er hlutverk ríkisstjórna og því er lokið í þessari ríkisstjórnar.“ Hann segir að „de facto“ sé eiginleg starfsstjórn tekin við taumunum. Það þurfi í sjálfu sér ekki að skapa neitt neyðarástand þar sem hver flokkur stjórni sínum málaflokkum fram að kosningum. Slík staða hafi komið fram áður og jafnvel töluvert áður en þing er rofið. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Að sögn Eiríks liggur ekki fyrir hvað verður eða hver ætlunin með fundinum sé. „Það liggur ekki ljóst fyrir enn þá. En það eru auðvitað nokkrir möguleikar. Það gæti verið að flokkurinn treysti sér ekki lengur til að vera í þessu stjórnarsamstarfi. Formaðurinn gæti hugað að brotthvarfi. Eða þá að það sé einfaldlega verið að lægja öldurnar með þá fyrirætlun að halda þessu gangandi.“ Í dag sagði formaður Vinstri grænna að ríkisstjórnin væri í vanda stödd og formaður Framsóknarflokksins sagði samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð. Eiríkur man ekki til þess að höfuð flokkanna hafi talað með þessum hætti í þessu samstarfi. „Frá og með landsfundi Vinstri grænna, og jafnvel fyrr, er stjórnarsamstarfinu efnislega lokið í þeirri merkingu að ríkisstjórnin reyni að ná saman um stór mál og sameinist um að koma þeim í gegnum Alþingi. Það er hlutverk ríkisstjórna og því er lokið í þessari ríkisstjórnar.“ Hann segir að „de facto“ sé eiginleg starfsstjórn tekin við taumunum. Það þurfi í sjálfu sér ekki að skapa neitt neyðarástand þar sem hver flokkur stjórni sínum málaflokkum fram að kosningum. Slík staða hafi komið fram áður og jafnvel töluvert áður en þing er rofið.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira