Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. október 2024 21:02 Hópur fagnaði ákvörðun Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að lækka komugjald í brjóstaskimun í Brjóstamiðstöð í dag. Nú hafi engin afsökun fyrir að mæta ekki. Vísir/Einar Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. Þrátt fyrir að næstum allar konur fái boð um brjóstaskimun hér á landi er aðeins helmingur þeirra sem þiggur það, hlutfallið hefur lækkað um tíu prósent síðustu ár. Vill að stórefla þátttökuna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill stórefla þátttöku kvenna með því að lækka komugjald úr sex þúsund krónum í fimm hundruð kall. „Æskilegt er að hlutfall kvenna sem mæti sé um 75 prósent og nú á gjaldið alla vega ekki að vera hindrun,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra Mikilvægt að greina meinið snemma Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð segir að um tvö hundruð konur greinist á ári með brjóstakrabbamein. Þá látist um 50 árlega úr sjúkdómnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að greina meinið sem fyrst því þá aukast batahorfur verulega. Við greinum vikulega 4-5 konur en nýgengi brjóstakrabbameins fer hækkandi,“ segir hún. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð.Vísir/Einar Svanheiður býst við að margar konur taki nú við sér en mæting yngri kvenna og kvenna af erlendum uppruna hefur verið dræmari en annarra. „Við gerum allt sem við getum til að taka á móti auknum fjölda kvenna,“ segir hún. Ótrúlega mikilvægt Alma Möllur landlæknir hvetur konur til að svara kallinu. „Ég vil hvetja allar konur til að mæta í brjóstaskimun, það er ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Alma Möller landlæknir.Vísir/Einar Fréttamaður kannaði hversu lengi það tekur að fara í sjálfa skimunina og það tók ekki nema fimm mínútur. Fjárskortur eða tímaleysi ættu því ekki að vera nein afsökun fyrir því að mæta ekki í skimun. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þrátt fyrir að næstum allar konur fái boð um brjóstaskimun hér á landi er aðeins helmingur þeirra sem þiggur það, hlutfallið hefur lækkað um tíu prósent síðustu ár. Vill að stórefla þátttökuna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill stórefla þátttöku kvenna með því að lækka komugjald úr sex þúsund krónum í fimm hundruð kall. „Æskilegt er að hlutfall kvenna sem mæti sé um 75 prósent og nú á gjaldið alla vega ekki að vera hindrun,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra Mikilvægt að greina meinið snemma Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð segir að um tvö hundruð konur greinist á ári með brjóstakrabbamein. Þá látist um 50 árlega úr sjúkdómnum. „Það er gríðarlega mikilvægt að greina meinið sem fyrst því þá aukast batahorfur verulega. Við greinum vikulega 4-5 konur en nýgengi brjóstakrabbameins fer hækkandi,“ segir hún. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir á Brjóstamiðstöð.Vísir/Einar Svanheiður býst við að margar konur taki nú við sér en mæting yngri kvenna og kvenna af erlendum uppruna hefur verið dræmari en annarra. „Við gerum allt sem við getum til að taka á móti auknum fjölda kvenna,“ segir hún. Ótrúlega mikilvægt Alma Möllur landlæknir hvetur konur til að svara kallinu. „Ég vil hvetja allar konur til að mæta í brjóstaskimun, það er ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Alma Möller landlæknir.Vísir/Einar Fréttamaður kannaði hversu lengi það tekur að fara í sjálfa skimunina og það tók ekki nema fimm mínútur. Fjárskortur eða tímaleysi ættu því ekki að vera nein afsökun fyrir því að mæta ekki í skimun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira