Ísland í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 21:26 Frá fundi Mannréttindaráðsins í febrúar. Ísland hefur þriggja ára setu í ráðinu í byrjun næsta árs. Getty/Hannes P. Albert Ísland var í dag kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd á allsherjarþinginu í New York en nítján ríki voru í framboði fyrir átján sæti í mannréttindaráðinu. Ísland hlaut 174 af 183 greiddum atkvæðum í kosningunum en auk Íslands voru Spánn og Sviss í framboði um þrjú sæti hóps vestrænna ríkja en þetta er í annað sinn sem Ísland fær sæti í ráðinu. Alls sitja 47 ríki í ráðinu en næsta kjörtímabil hefst í byrjun árs 2025 og lýkur í lok árs 2027. „Mikil ábyrgð felst í því að taka sæti í mannréttindaráðinu sem hefur það helsta markmið að efla og vernda mannréttindi um heim allan. Við erum þakklát fyrir þann breiða stuðning sem okkur var sýndur í kosningunum í dag og við tökum við þessu verkefni af auðmýkt og alvöru, tilbúin að leggja okkur öll fram,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins. „Við stöndum einfaldlega frammi fyrir miklum áskorunum þar sem mannréttindi eiga mjög víða undir högg að sækja. Okkar helsta markmið í ráðinu verður barátta fyrir bættum mannréttindum allra og þá leggjum við áherslu á að styrkja ráðið sem málsvara mannréttinda, sem það þarf að vera. Ísland, sem nýtur góðs af góðri stöðu heima fyrir, tekur þessu ábyrgðarhlutverki á alþjóðasviðinu alvarlega á þeim krefjandi tímum sem við lifum.“ Þórdís segir að Ísland muni leggja kapp á að efla samstöðu um grundvallargildi mannréttinda, sem eigi víða undir högg að sækja. Sérstök áhersla verði lögð á að grundvallarmannréttindi stúlkna og kvenna séu virt, auk mannréttinda barna og hinsegin fólks. Áhugasamir geta fundið yfirlit yfir helstu áherslur Íslands hér. Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sjá meira
Ísland hlaut 174 af 183 greiddum atkvæðum í kosningunum en auk Íslands voru Spánn og Sviss í framboði um þrjú sæti hóps vestrænna ríkja en þetta er í annað sinn sem Ísland fær sæti í ráðinu. Alls sitja 47 ríki í ráðinu en næsta kjörtímabil hefst í byrjun árs 2025 og lýkur í lok árs 2027. „Mikil ábyrgð felst í því að taka sæti í mannréttindaráðinu sem hefur það helsta markmið að efla og vernda mannréttindi um heim allan. Við erum þakklát fyrir þann breiða stuðning sem okkur var sýndur í kosningunum í dag og við tökum við þessu verkefni af auðmýkt og alvöru, tilbúin að leggja okkur öll fram,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins. „Við stöndum einfaldlega frammi fyrir miklum áskorunum þar sem mannréttindi eiga mjög víða undir högg að sækja. Okkar helsta markmið í ráðinu verður barátta fyrir bættum mannréttindum allra og þá leggjum við áherslu á að styrkja ráðið sem málsvara mannréttinda, sem það þarf að vera. Ísland, sem nýtur góðs af góðri stöðu heima fyrir, tekur þessu ábyrgðarhlutverki á alþjóðasviðinu alvarlega á þeim krefjandi tímum sem við lifum.“ Þórdís segir að Ísland muni leggja kapp á að efla samstöðu um grundvallargildi mannréttinda, sem eigi víða undir högg að sækja. Sérstök áhersla verði lögð á að grundvallarmannréttindi stúlkna og kvenna séu virt, auk mannréttinda barna og hinsegin fólks. Áhugasamir geta fundið yfirlit yfir helstu áherslur Íslands hér.
Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sjá meira