Réðst á fyrrverandi kærustur og aðstoðarslökkviliðsstjóra Jón Þór Stefánsson skrifar 9. október 2024 11:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir brot gegn tveimur fyrrverandi kærustum sínum og gegn slökkviliðsmanni. Þó að hann hafi hlotið skilorðsbundna refsingu er dómurinn bundinn því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar. Ákæran á hendur manninum varðaði fimm atvik. Eitt þeirra átti sér stað árið 2022, en öll hin í fyrra, árið 2023. Hann var sakfelldur í fjórum af fimm ákæruliðum. Dró hana aftur inn í íbúðina Karlmanninum var gefið að sök að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð einnar fyrrverandi kærustu sinnar með líkamlegu ofbeldi og ólögmætri nauðung þann 9. júlí 2022 á heimili hennar. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana í andlitið, rifið í hár hennar, hent henni í gólfið, haldið höndum hennar, og meinað henni útgöngu úr íbúðinni. Hann hafi króað hana af um tíma og staðið fyrir útidyrahurðinni. Fram kemur að konan hafi komist úr íbúðinni en hann dregið hana aftur inn í hana. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar á líkama. Reif í hár og þrengdi að öndunarvegi Manninum var líka gefið að sök að slá aðra fyrrverandi kærustu sína í andlitið og rífa í hár hennar þann 17. mars 2023 þannig að hárflygsur losnuðu af höfði hennar. Einnig var hann ákærður fyrir að sparka í þá konu, kýla hana í höfuðið og rífa í hár hennar þann 12. september 2023. Í beinu framhaldi hafi hann haldið konunni niðri með taki annarrar handar á heldi hennar og taki hinnar handar á andliti hennar. Síðan hafi hann fært báðar hendur að hálsi og þrengt að öndunarvegi hennar. Ákæruliðurinn sem maðurinn var sýknaður af varðaði einnig meint brot gegn þeirri konu. Þar var honum gefið að sök að skella útidyrahurð á heimili konunar á hana þann 6. september 2023 þannig að hún klemmdist milli hurðar og veggjar. Skömmu síðar var hann sagður hafa ruðst inn á heimili hennar með því að sparka upp hurðinni, farið inn í eldhús tekið upp stór og kastað í konuna, en hann hafi endað í öxl hennar. Réðst á slökkviliðsmann og hótaði Karlmaðurinn var líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að sparka í fótlegg manns, sem þá var aðstoðarslökkviliðsstjóri ótilgreinds slökkviliðs. Maðurinn hafi síðan slegið slökkviliðsmanninn í bringuna og hótað honum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum. Það brot átti sér líka stað þann 6. september, en þá var slökkviliðsmaðurinn í hlutverki sjúkraflutningamanns að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi, vegna atviksins sem maðurinn var sýknaður fyrir. Vitni hafði eftirfarandi orð eftir manninum í garð slökkviliðsmannsins: „Ég læt senda einhvern heim til þín, ég hóta þeim sem að mér sýnistog ég lætfara í fjölskyldunaþína.“ Maðurinn játaði sök varðandi brotið gegn fyrrnefndu fyrrverandi kærustu sinni, en neitaði annars vegar sök. Líferni snúist til betri vegar Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Í dómnum segir að brot hans hafi verið alvarlegs eðlis, þau væru framin í skjóli trúnaðartrausts. Og þá bæri háttsemin merki um einbeittan brotavilja. Þrátt fyrir það yrði að líta til viðhorfsbreytingar mannsins sem hafi orðið undanfarin misseri, en fram kemur að líferni hans hafi snúist til betri vegar. Hann hafi þegið sálgæslu og sé í fastri vinnu. Honum er gert að greiða konunum 850 þúsund krónur hvorri um sig. Þá þarf hann að greiða þrjá fjórðu sakarkostnaðar málsins sem hleypur á tæpum 3,5 milljónum króna. Dómsmál Slökkvilið Heimilisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Þó að hann hafi hlotið skilorðsbundna refsingu er dómurinn bundinn því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar. Ákæran á hendur manninum varðaði fimm atvik. Eitt þeirra átti sér stað árið 2022, en öll hin í fyrra, árið 2023. Hann var sakfelldur í fjórum af fimm ákæruliðum. Dró hana aftur inn í íbúðina Karlmanninum var gefið að sök að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð einnar fyrrverandi kærustu sinnar með líkamlegu ofbeldi og ólögmætri nauðung þann 9. júlí 2022 á heimili hennar. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana í andlitið, rifið í hár hennar, hent henni í gólfið, haldið höndum hennar, og meinað henni útgöngu úr íbúðinni. Hann hafi króað hana af um tíma og staðið fyrir útidyrahurðinni. Fram kemur að konan hafi komist úr íbúðinni en hann dregið hana aftur inn í hana. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar á líkama. Reif í hár og þrengdi að öndunarvegi Manninum var líka gefið að sök að slá aðra fyrrverandi kærustu sína í andlitið og rífa í hár hennar þann 17. mars 2023 þannig að hárflygsur losnuðu af höfði hennar. Einnig var hann ákærður fyrir að sparka í þá konu, kýla hana í höfuðið og rífa í hár hennar þann 12. september 2023. Í beinu framhaldi hafi hann haldið konunni niðri með taki annarrar handar á heldi hennar og taki hinnar handar á andliti hennar. Síðan hafi hann fært báðar hendur að hálsi og þrengt að öndunarvegi hennar. Ákæruliðurinn sem maðurinn var sýknaður af varðaði einnig meint brot gegn þeirri konu. Þar var honum gefið að sök að skella útidyrahurð á heimili konunar á hana þann 6. september 2023 þannig að hún klemmdist milli hurðar og veggjar. Skömmu síðar var hann sagður hafa ruðst inn á heimili hennar með því að sparka upp hurðinni, farið inn í eldhús tekið upp stór og kastað í konuna, en hann hafi endað í öxl hennar. Réðst á slökkviliðsmann og hótaði Karlmaðurinn var líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að sparka í fótlegg manns, sem þá var aðstoðarslökkviliðsstjóri ótilgreinds slökkviliðs. Maðurinn hafi síðan slegið slökkviliðsmanninn í bringuna og hótað honum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum. Það brot átti sér líka stað þann 6. september, en þá var slökkviliðsmaðurinn í hlutverki sjúkraflutningamanns að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi, vegna atviksins sem maðurinn var sýknaður fyrir. Vitni hafði eftirfarandi orð eftir manninum í garð slökkviliðsmannsins: „Ég læt senda einhvern heim til þín, ég hóta þeim sem að mér sýnistog ég lætfara í fjölskyldunaþína.“ Maðurinn játaði sök varðandi brotið gegn fyrrnefndu fyrrverandi kærustu sinni, en neitaði annars vegar sök. Líferni snúist til betri vegar Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Í dómnum segir að brot hans hafi verið alvarlegs eðlis, þau væru framin í skjóli trúnaðartrausts. Og þá bæri háttsemin merki um einbeittan brotavilja. Þrátt fyrir það yrði að líta til viðhorfsbreytingar mannsins sem hafi orðið undanfarin misseri, en fram kemur að líferni hans hafi snúist til betri vegar. Hann hafi þegið sálgæslu og sé í fastri vinnu. Honum er gert að greiða konunum 850 þúsund krónur hvorri um sig. Þá þarf hann að greiða þrjá fjórðu sakarkostnaðar málsins sem hleypur á tæpum 3,5 milljónum króna.
Dómsmál Slökkvilið Heimilisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira