Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 15:59 Jóhann Páll hefur lítið álit á samstarfi ríkisstjórnarinnar. vísir Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira
Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira