Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 15:59 Jóhann Páll hefur lítið álit á samstarfi ríkisstjórnarinnar. vísir Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira