Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. október 2024 12:02 Sigríður Dóra er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem send var út í morgun kom fram að lokað hefði verið fyrir aðgengi trúnaðarlæknis Samgöngustofu að sjúkraskrám. Sjá einnig: Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Það hafi verið gert að fyrirmælum Landlæknisembættisins, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að lagastoð hefði skort fyrir beinum aðgangi hans að sjúkraskrám. Segja upp samningum við fleiri Forstjóri heilsugæslunnar segir málið tekið alvarlega, og samningnum, sem síðast var endurnýjaður árið 2020, lokað um leið og óskað var eftir því. „Á sama hátt vorum við með trúnaðarlækna Fluglæknaseturs, sem voru einnig með aðgang í gegnum miðlæga sjúkraskrá hjá okkur samkvæmt samningi. Þeim aðgangi var sömuleiðis rift,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við vorum að þjónusta KSÍ, að vista hjartalínurit hjá heilbrigðum íþróttamönnum, við lokuðum á þann aðgang.“ Boltinn hjá yfirvöldum Verið sé að skoða fleiri samninga, sem ekki hafi verið lokað, í ljósi úrskurðar Persónuverndar. Þar sé meðal annars undir samvinna við Vinnumálastofnun um heilbrigðisskoðanir hælisleitenda. „Við erum bara í þessum töluðu orðum að fara yfir það og leysa það mál.“ Sigríður Dóra segir litið svo á að frekari breytingar sem mögulega þurfi að gera á fyrirkomulaginu í framhaldinu séu ekki á borði heilsugæslunnar. „Þarna er búið að gera athugasemd við þessa leið, og þá er það bara Samgöngustofu og yfirvalda að hanna þá það lagaumhverfi að þeir hafi aðgengi að upplýsingum,“ segir Sigríður Dóra. Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Tengdar fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem send var út í morgun kom fram að lokað hefði verið fyrir aðgengi trúnaðarlæknis Samgöngustofu að sjúkraskrám. Sjá einnig: Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Það hafi verið gert að fyrirmælum Landlæknisembættisins, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að lagastoð hefði skort fyrir beinum aðgangi hans að sjúkraskrám. Segja upp samningum við fleiri Forstjóri heilsugæslunnar segir málið tekið alvarlega, og samningnum, sem síðast var endurnýjaður árið 2020, lokað um leið og óskað var eftir því. „Á sama hátt vorum við með trúnaðarlækna Fluglæknaseturs, sem voru einnig með aðgang í gegnum miðlæga sjúkraskrá hjá okkur samkvæmt samningi. Þeim aðgangi var sömuleiðis rift,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við vorum að þjónusta KSÍ, að vista hjartalínurit hjá heilbrigðum íþróttamönnum, við lokuðum á þann aðgang.“ Boltinn hjá yfirvöldum Verið sé að skoða fleiri samninga, sem ekki hafi verið lokað, í ljósi úrskurðar Persónuverndar. Þar sé meðal annars undir samvinna við Vinnumálastofnun um heilbrigðisskoðanir hælisleitenda. „Við erum bara í þessum töluðu orðum að fara yfir það og leysa það mál.“ Sigríður Dóra segir litið svo á að frekari breytingar sem mögulega þurfi að gera á fyrirkomulaginu í framhaldinu séu ekki á borði heilsugæslunnar. „Þarna er búið að gera athugasemd við þessa leið, og þá er það bara Samgöngustofu og yfirvalda að hanna þá það lagaumhverfi að þeir hafi aðgengi að upplýsingum,“ segir Sigríður Dóra.
Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Tengdar fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22