Ævintýralegt líf í Stanford en saknar Vesturbæjarlaugar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. október 2024 07:00 Ofurskvísan og vísindakonan Áshildur Friðriksdóttir lifir ævintýralegu rannsóknarlífi í Kaliforníu. Aðsend Vísindakonan og ofurskvísan Áshildur Friðriksdóttir er 28 ára gömul og stundar doktorsnám í hinum eftirsótta og virta háskóla Stanford í Kaliforníu. Hún sér framtíðina fyrst og fremst fyrir sér á rannsóknarstofunni að skoða kristalbyggingar í smásjánni. Samhliða því hefur hún mikla ástríðu fyrir tísku og hætti í listaháskólanum Parsons í New York til þess að færa sig yfir í verkfræðina. HÍ, Caltech og Stanford Blaðamaður ræddi við Áshildi um lífið og ævintýrin úti. „Ég flutti til Bandaríkjanna fyrir rúmum þremur árum, stuttu eftir að hafa lokið grunnnámi í rafmagnsverkfræði við HÍ,“ segir Áshildur og bætir við: „Ég flutti upphaflega til að stunda sumarrannsóknir við Caltech í Pasadena en flutti svo til Norður Kaliforníu til að fara í framhaldsnám. Ég bý í stúdentaíbúðum í miðju háskólasvæðis Stanford. Stanford háskólinn er staðsettur í Palo Alto sem er lítill bær í um hálftíma fjarlægð frá San Francisco borg.“ Áshildur nýtur lífsins og leggur hart af sér í Norður Kaliforníu.Aðsend Eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum Áshildur sinnir doktorsnáminu af fullum krafti þar í námi sem heitir Materials Science and Engineering í Stanford. Daglegt líf hjá henni er sannarlega einstakt. „Ég stunda rannsóknir á sviði hálfleiðara og ég eyði miklum tíma í hreinherbergi að rækta nýjar efnablöndur og framleiða nanóstrúktúra með ljós-lithógrafíu. Mikið af tímanum mínum fer svo í að stúdera kristalbyggingu þessara efna með rafeindasmásjá en tiltekna smásjáin sem ég nota er nýlega komin í skólann og er sú öflugasta af sinni gerð í heiminum í dag. Upplausnin er nákvæmari en þvermál atóms og er því hægt að segja í einföldum orðum að ég eyði dögunum mínum í að taka myndir af atómum.“ Áshildur eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum.Aðsend Saknar ferða í Vesturbæjarlaug með vinum Áshildur heldur alltaf góðri tengingu við Ísland og á fjölskyldu hér. Hún segir að heimþráin sé stundum óumflýjanleg. „Ég fæ alltaf mestu heimþrána þegar ég fer í heimsókn til Íslands og sakna ég mest daglegs lífs í Vesturbænum og íslenskrar náttúru. Aðallega sakna ég þess að geta borðað morgunmat með fjölskyldunni og farið með vinum í Vesturbæjarlaug.“ Áshildur er mikil ævintýrakona með einstakan stíl.Aðsend Öflugt og gefandi vísindasamfélag Hún er þó algjörlega á réttri braut og hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún gerir. „Ég elska verkefnið mitt í náminu mikið og mér finnst skemmtilegast þegar ég er að læra eitthvað nýtt sem tengist því. Ég er mjög þakklát fyrir öfluga vísindasamfélagið í skólanum og finnst mjög gefandi að geta lært af fólkinu í kringum mig. Síðan er líka frábært að taka frí frá skólanum og skoða náttúruperlur sem finnast í Kaliforníu.“ Áshildur nýtur þess að skoða náttúruperlur í Kaliforníu þegar tækifæri gefst.Aðsend Aðspurð hvað henni finnist mest krefjandi við lífið úti segir hún: „Vinnukúltúrinn í Bandaríkjunum en það getur verið erfitt að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Vinnan á rannsóknarstofunni er mjög ófyrirsjáanleg sem getur leitt til þess að maður þurfi að vinna langt fram á kvöld.“ Áshildur er með skýra framtíðarsýn. „Ég sé fram á að tileinka lífinu mínu í að skoða kristalbyggingar í smásjánni og gæti vel ímyndað mér að halda áfram hér sem postdoc.“ Áshildur fyrir utan Paul Allen byggingu þar sem rannsóknarstofan hennar er.Aðsend Stíllinn takmarkaður við rannsóknarstofuna Tíska spilar sem áður segir veigamikið hlutverk í lífi Áshildar þrátt fyrir að starf hennar bjóði ekki endilega upp á mikið frelsi í klæðaburði. „Ég tek enn mestan innblástur frá Skandinavíu og vinkonum mínum á Íslandi. Ég hef alltaf elskað tísku frá því ég man eftir mér og eyði ósjálfrátt ágætum tíma í að pæla í klæðaburði mínum.“ Áshildur á rannsóknarstofunni.Aðsend Hún segist alls ekki lifa eftir boðum og bönnum í tískunni. „Nei alls ekki. Það er þó regla um að vera í síðum buxum og bolum á rannsóknarstofunni þannig ég er aðeins takmörkuð við það. Það er mjög óformlegt andrúmsloft í Stanford, sérstaklega í verkfræðinámi og dresscode-ið endurspeglast af því. Það ríkir enn ákveðin klisja eða hugmynd um að fólk í vísindum eigi ekki að pæla mikið í fötum eða útliti en ég gef ekki mikið fyrir þann hugsunarhátt. Ég held mikið upp á „office-siren“ tískuna en sá stíll hentar mínu starfi og daglegu rútínu,“ segir Áshildur en stíllinn vísar til smart skrifstofustíls. Hinn svokallaði kanínubúningur á rannsóknarstofunni, einstakt lúkk!Aðsend Eftirminnilegasta flíkin er svo í óhefðbundnari kantinum. „Ég held það verði að vera búningurinn sem ég klæðist í hreinherberginu en hann er kallaður kanínubúningur (e. bunny-suit).“ Umhverfið í Stanford er sannarlega sjarmerandi.Aðsend Íslendingar erlendis Bandaríkin Tíska og hönnun Vísindi Sundlaugar Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
HÍ, Caltech og Stanford Blaðamaður ræddi við Áshildi um lífið og ævintýrin úti. „Ég flutti til Bandaríkjanna fyrir rúmum þremur árum, stuttu eftir að hafa lokið grunnnámi í rafmagnsverkfræði við HÍ,“ segir Áshildur og bætir við: „Ég flutti upphaflega til að stunda sumarrannsóknir við Caltech í Pasadena en flutti svo til Norður Kaliforníu til að fara í framhaldsnám. Ég bý í stúdentaíbúðum í miðju háskólasvæðis Stanford. Stanford háskólinn er staðsettur í Palo Alto sem er lítill bær í um hálftíma fjarlægð frá San Francisco borg.“ Áshildur nýtur lífsins og leggur hart af sér í Norður Kaliforníu.Aðsend Eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum Áshildur sinnir doktorsnáminu af fullum krafti þar í námi sem heitir Materials Science and Engineering í Stanford. Daglegt líf hjá henni er sannarlega einstakt. „Ég stunda rannsóknir á sviði hálfleiðara og ég eyði miklum tíma í hreinherbergi að rækta nýjar efnablöndur og framleiða nanóstrúktúra með ljós-lithógrafíu. Mikið af tímanum mínum fer svo í að stúdera kristalbyggingu þessara efna með rafeindasmásjá en tiltekna smásjáin sem ég nota er nýlega komin í skólann og er sú öflugasta af sinni gerð í heiminum í dag. Upplausnin er nákvæmari en þvermál atóms og er því hægt að segja í einföldum orðum að ég eyði dögunum mínum í að taka myndir af atómum.“ Áshildur eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum.Aðsend Saknar ferða í Vesturbæjarlaug með vinum Áshildur heldur alltaf góðri tengingu við Ísland og á fjölskyldu hér. Hún segir að heimþráin sé stundum óumflýjanleg. „Ég fæ alltaf mestu heimþrána þegar ég fer í heimsókn til Íslands og sakna ég mest daglegs lífs í Vesturbænum og íslenskrar náttúru. Aðallega sakna ég þess að geta borðað morgunmat með fjölskyldunni og farið með vinum í Vesturbæjarlaug.“ Áshildur er mikil ævintýrakona með einstakan stíl.Aðsend Öflugt og gefandi vísindasamfélag Hún er þó algjörlega á réttri braut og hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún gerir. „Ég elska verkefnið mitt í náminu mikið og mér finnst skemmtilegast þegar ég er að læra eitthvað nýtt sem tengist því. Ég er mjög þakklát fyrir öfluga vísindasamfélagið í skólanum og finnst mjög gefandi að geta lært af fólkinu í kringum mig. Síðan er líka frábært að taka frí frá skólanum og skoða náttúruperlur sem finnast í Kaliforníu.“ Áshildur nýtur þess að skoða náttúruperlur í Kaliforníu þegar tækifæri gefst.Aðsend Aðspurð hvað henni finnist mest krefjandi við lífið úti segir hún: „Vinnukúltúrinn í Bandaríkjunum en það getur verið erfitt að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Vinnan á rannsóknarstofunni er mjög ófyrirsjáanleg sem getur leitt til þess að maður þurfi að vinna langt fram á kvöld.“ Áshildur er með skýra framtíðarsýn. „Ég sé fram á að tileinka lífinu mínu í að skoða kristalbyggingar í smásjánni og gæti vel ímyndað mér að halda áfram hér sem postdoc.“ Áshildur fyrir utan Paul Allen byggingu þar sem rannsóknarstofan hennar er.Aðsend Stíllinn takmarkaður við rannsóknarstofuna Tíska spilar sem áður segir veigamikið hlutverk í lífi Áshildar þrátt fyrir að starf hennar bjóði ekki endilega upp á mikið frelsi í klæðaburði. „Ég tek enn mestan innblástur frá Skandinavíu og vinkonum mínum á Íslandi. Ég hef alltaf elskað tísku frá því ég man eftir mér og eyði ósjálfrátt ágætum tíma í að pæla í klæðaburði mínum.“ Áshildur á rannsóknarstofunni.Aðsend Hún segist alls ekki lifa eftir boðum og bönnum í tískunni. „Nei alls ekki. Það er þó regla um að vera í síðum buxum og bolum á rannsóknarstofunni þannig ég er aðeins takmörkuð við það. Það er mjög óformlegt andrúmsloft í Stanford, sérstaklega í verkfræðinámi og dresscode-ið endurspeglast af því. Það ríkir enn ákveðin klisja eða hugmynd um að fólk í vísindum eigi ekki að pæla mikið í fötum eða útliti en ég gef ekki mikið fyrir þann hugsunarhátt. Ég held mikið upp á „office-siren“ tískuna en sá stíll hentar mínu starfi og daglegu rútínu,“ segir Áshildur en stíllinn vísar til smart skrifstofustíls. Hinn svokallaði kanínubúningur á rannsóknarstofunni, einstakt lúkk!Aðsend Eftirminnilegasta flíkin er svo í óhefðbundnari kantinum. „Ég held það verði að vera búningurinn sem ég klæðist í hreinherberginu en hann er kallaður kanínubúningur (e. bunny-suit).“ Umhverfið í Stanford er sannarlega sjarmerandi.Aðsend
Íslendingar erlendis Bandaríkin Tíska og hönnun Vísindi Sundlaugar Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira