Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2024 19:35 Eiríkur Bergmann segir væringar í gangi á hægri væng stjórnmálanna. Áslaug Arna vonar að hægrimenn geti sameinast undir sjálfstæðisstefnunni. Vísir/samsett Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira