Minnast Bryndísar Klöru á tónleikum: „Pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði“ Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2024 22:01 Frá hægri að ofan: Inga Lilja Ómarsdóttir, Ingunn Böðvarsdóttir, Kristjana Mist Logadóttir, Sunna Hauksóttir, Aníta Líf Ólafsdóttir og Tinna Karen Sigurðardóttir Frá hægri að neðan: Salka Elín Sæþórsdóttir, Helga Hrund Ólafsdóttir, Birta María Aðalsteinsdóttir, Kristín Salka Auðunsdóttir og Eva Björk Angarita Aðsend Góðgerðarnefnd Verzlunarskóla Íslands heldur á fimmtudaginn minningartónleika um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Á tónleikunum koma fram Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. „Þetta er pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sunna Hauksdóttir ein skipuleggjenda og meðlima góðgerðarnefndarinnar. Hún segir nefndina upprunalega hafa ákveðið að hafa tónleikana í sal innan skólans en eftir því sem á leið hafi þeir stækkað og stækkað og verði nú haldnir í stóra sal Háskólabíós. Sunna segir nefndina á hverju ári velja eitthvað málefni sem þau styrkja. Það hafi legið beint við að velja Minningarsjóð Bryndísar Klöru í ár. „Ein í nefndinni var besta vinkona hennar,“ segir Sunna. Auk þess var Bryndís Klara nemandi sjálf í skólanum. Hennar hefur verið minnst þar með ýmsum hætti frá því að hún dó. „Það var engin spurning um að við myndum gera eitthvað fyrir þetta málefni. Það hefur oft verið pæling að vera með tónleika. Við söfnum alltaf fyrir eitthvað eitt málefni og eftir þennan atburð var gefið að við myndum safna fyrir sjóðinn.“ Sunna segir alla tónlistarmenn gefa vinnu sína. „Háskólabíó tekur líka þátt í þessu með okkur. Við erum með forsölu fyrir nemendur, forráðamenn og starfsfólk og vonandi fyllist viðburðurinn þannig,“ segir Sunna. Auk þess standi til að bjóða fjölskyldu hennar og einhverjum úr Salaskóla þar sem Bryndís Klara var líka nemandi. Telur að það seljist upp Verðir einhverjir miðar eftir þá verða þeir settir í almenna sölu. Sunna á ekki endilega von á að þörf verði á því. „Þetta hefur farið fram úr öllum okkar væntingum.“ „Ég hlakka mjög mikið. Ég vona að við náum að fylla salinn og að við getum glaðst í minningu Bryndísar Klöru Fyrir nemendur í Verzlunarskólanum og alla undir 18 kostar miðinn 4.990 krónur en fyrir aðra 5.990. Halda áfram í febrúar Sunna segir nefndina alls ekki hætta eftir þetta. Í febrúar sé góðgerðarvika skólans og þá verði einblínt á að safna fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Tónleikar á Íslandi Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Þetta er pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sunna Hauksdóttir ein skipuleggjenda og meðlima góðgerðarnefndarinnar. Hún segir nefndina upprunalega hafa ákveðið að hafa tónleikana í sal innan skólans en eftir því sem á leið hafi þeir stækkað og stækkað og verði nú haldnir í stóra sal Háskólabíós. Sunna segir nefndina á hverju ári velja eitthvað málefni sem þau styrkja. Það hafi legið beint við að velja Minningarsjóð Bryndísar Klöru í ár. „Ein í nefndinni var besta vinkona hennar,“ segir Sunna. Auk þess var Bryndís Klara nemandi sjálf í skólanum. Hennar hefur verið minnst þar með ýmsum hætti frá því að hún dó. „Það var engin spurning um að við myndum gera eitthvað fyrir þetta málefni. Það hefur oft verið pæling að vera með tónleika. Við söfnum alltaf fyrir eitthvað eitt málefni og eftir þennan atburð var gefið að við myndum safna fyrir sjóðinn.“ Sunna segir alla tónlistarmenn gefa vinnu sína. „Háskólabíó tekur líka þátt í þessu með okkur. Við erum með forsölu fyrir nemendur, forráðamenn og starfsfólk og vonandi fyllist viðburðurinn þannig,“ segir Sunna. Auk þess standi til að bjóða fjölskyldu hennar og einhverjum úr Salaskóla þar sem Bryndís Klara var líka nemandi. Telur að það seljist upp Verðir einhverjir miðar eftir þá verða þeir settir í almenna sölu. Sunna á ekki endilega von á að þörf verði á því. „Þetta hefur farið fram úr öllum okkar væntingum.“ „Ég hlakka mjög mikið. Ég vona að við náum að fylla salinn og að við getum glaðst í minningu Bryndísar Klöru Fyrir nemendur í Verzlunarskólanum og alla undir 18 kostar miðinn 4.990 krónur en fyrir aðra 5.990. Halda áfram í febrúar Sunna segir nefndina alls ekki hætta eftir þetta. Í febrúar sé góðgerðarvika skólans og þá verði einblínt á að safna fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru.
Tónleikar á Íslandi Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira