„Þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 21:03 Hala Tómasdóttir, forseti Íslands, segir að ráðast þurfi í þjóðarátak. Vísir/Bjarni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæpum níu milljónum króna sem söfnuðust í Minningarsjóð Bryndísar Klöru með kertasölu og góðgerðahlaupi í Salaskóla. Skipuleggjandi kertasölunnar segir magnað að sjá hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill þegar bjátar á. Skipuleggjandi kertasölunnar til styrktar minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sem hún hlaut í stunguárás á Menningarnótt, fulltrúar frá verslunum sem seldu kertin og kennarar og nemendur úr Salaskóla, þar sem Bryndís Klara gekk í skóla, komu saman í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni til að afhenda forseta Íslands og verndara sjóðsins fjármuni sem höfðu safnast til styrktar honum. Tæpar sjö milljónir króna söfnuðust með kertasölu. „Ég upplifði mikla sorg og vanmátt og fannst ég þurfa að gera eitthvað,“ segir Anna Björt Sigurðardóttir, skipuleggjandi kertasölunnar. „Ég sendi bara tölvupóst á öll stóru fyrirtækin á sunnudagsmorgni og það var ekki að spyrja að viðbrögðunum.“ Magnað að sjá samtakamátt þjóðarinnar Fólk var hvatt til að kveikja á kertum kvöldið sem Bryndís Klara var borin til grafar. Anna Björt gekk um hverfið sitt þetta kvöld og sá ljós á nánast hverju dyraþrepi. Anna Björt skipulagði kertasöluna.Vísir/Bjarni „Svo voru sumir búnir að breyta útilýsingunni sinni og gera hana bleika, sem var virkilega fallegt,“ segir Anna Björt. „Mér finnst þetta alveg magnað. Og mér finnst alveg magnað hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill og hvað ef við tökum öll höndum saman við getum látið gott af okkur leiða.“ Fundu fyrir þörf til að láta gott af sér leiða Nemendur Salaskóla söfnuðu einnig til styrktar minningarsjóðnum í árlegu góðgerðahlaupi. Tæp ein og hálf milljón safnaðist í hlaupinu. Ísak Guðmarsson Leví, íþróttakennari í Salaskóla, segir starfsmenn hafa fundið fyrir þörf bæði í eigin hópi og meðal nemenda til að sýna samkennd og stuðning á þessum erfiðu tímum og láta gott af sér leiða. „Nemendur hlupu fjóra hringi í kringum skólann, hver hringur er 2,5 kílómetrar. Nemendur hlupu mislangt eftir aldri. Það var gleði og fallegur andi yfir hópnum og við fengum mjög fallegan dag, eins og Bryndís Klara var. Foreldrar, forráðamenn og aðrir í skólasamfélaginu styrktu þetta brýna málefni,“ segir Ísak. Ísak Guðmarsson Leví íþróttakennari við Salaskóla segir skólasamfélagið hafa fundið fyrir þörf til að láta gott af sér leiða.Vísir/Bjarni Bryndís Klara var nemandi við Salaskóla. Hvernig er tilfinningin að geta lagt minningarsjóðnum hennar lið? „Falleg og góð. Manni líður alveg ótrúlega vel í hjartanu. Þetta er svo merkingarbær dagur og mikilvægt fyrir okkur sem lítill skóli að geta brugðist við með þessum hætti. Það er virkilega góð tilfinning.“ „Ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndari minningarsjóðsins, segist fyrst og fremst þakklát þeim sem lögðu söfnuninni lið. „Hér taka bæði einstaklingar, vinnustaðir og skólar sig til, til að veita sorginni í uppbyggilegan farveg. Það er auðvitað sorg í skólanum hennar Bryndísar Klöru, það er sorg í samfélaginu. Það að það skyldu safnast hér um níu milljónir held ég að skipti mjög miklu máli og blási öðrum byr undir báða vængi að við getum gert eitthvað,“ segir Halla. Hún segir þjóðarátak þurfa til að bregðast við ofbeldisþróuninni í samfélaginu. „Það byrjar heima hjá hverju og einu okkar. Hver veljum við að vera á hverjum einasta degi. Tökum við utan um hvort annað, horfum við í augun á hvoru öðru,“ segir Halla. „Það er val sem okkur stendur til boða og það er brýnt að við veljum það öll. Það mun taka tíma, þannig að þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna.“ Stunguárás við Skúlagötu Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Skipuleggjandi kertasölunnar til styrktar minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sem hún hlaut í stunguárás á Menningarnótt, fulltrúar frá verslunum sem seldu kertin og kennarar og nemendur úr Salaskóla, þar sem Bryndís Klara gekk í skóla, komu saman í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni til að afhenda forseta Íslands og verndara sjóðsins fjármuni sem höfðu safnast til styrktar honum. Tæpar sjö milljónir króna söfnuðust með kertasölu. „Ég upplifði mikla sorg og vanmátt og fannst ég þurfa að gera eitthvað,“ segir Anna Björt Sigurðardóttir, skipuleggjandi kertasölunnar. „Ég sendi bara tölvupóst á öll stóru fyrirtækin á sunnudagsmorgni og það var ekki að spyrja að viðbrögðunum.“ Magnað að sjá samtakamátt þjóðarinnar Fólk var hvatt til að kveikja á kertum kvöldið sem Bryndís Klara var borin til grafar. Anna Björt gekk um hverfið sitt þetta kvöld og sá ljós á nánast hverju dyraþrepi. Anna Björt skipulagði kertasöluna.Vísir/Bjarni „Svo voru sumir búnir að breyta útilýsingunni sinni og gera hana bleika, sem var virkilega fallegt,“ segir Anna Björt. „Mér finnst þetta alveg magnað. Og mér finnst alveg magnað hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill og hvað ef við tökum öll höndum saman við getum látið gott af okkur leiða.“ Fundu fyrir þörf til að láta gott af sér leiða Nemendur Salaskóla söfnuðu einnig til styrktar minningarsjóðnum í árlegu góðgerðahlaupi. Tæp ein og hálf milljón safnaðist í hlaupinu. Ísak Guðmarsson Leví, íþróttakennari í Salaskóla, segir starfsmenn hafa fundið fyrir þörf bæði í eigin hópi og meðal nemenda til að sýna samkennd og stuðning á þessum erfiðu tímum og láta gott af sér leiða. „Nemendur hlupu fjóra hringi í kringum skólann, hver hringur er 2,5 kílómetrar. Nemendur hlupu mislangt eftir aldri. Það var gleði og fallegur andi yfir hópnum og við fengum mjög fallegan dag, eins og Bryndís Klara var. Foreldrar, forráðamenn og aðrir í skólasamfélaginu styrktu þetta brýna málefni,“ segir Ísak. Ísak Guðmarsson Leví íþróttakennari við Salaskóla segir skólasamfélagið hafa fundið fyrir þörf til að láta gott af sér leiða.Vísir/Bjarni Bryndís Klara var nemandi við Salaskóla. Hvernig er tilfinningin að geta lagt minningarsjóðnum hennar lið? „Falleg og góð. Manni líður alveg ótrúlega vel í hjartanu. Þetta er svo merkingarbær dagur og mikilvægt fyrir okkur sem lítill skóli að geta brugðist við með þessum hætti. Það er virkilega góð tilfinning.“ „Ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndari minningarsjóðsins, segist fyrst og fremst þakklát þeim sem lögðu söfnuninni lið. „Hér taka bæði einstaklingar, vinnustaðir og skólar sig til, til að veita sorginni í uppbyggilegan farveg. Það er auðvitað sorg í skólanum hennar Bryndísar Klöru, það er sorg í samfélaginu. Það að það skyldu safnast hér um níu milljónir held ég að skipti mjög miklu máli og blási öðrum byr undir báða vængi að við getum gert eitthvað,“ segir Halla. Hún segir þjóðarátak þurfa til að bregðast við ofbeldisþróuninni í samfélaginu. „Það byrjar heima hjá hverju og einu okkar. Hver veljum við að vera á hverjum einasta degi. Tökum við utan um hvort annað, horfum við í augun á hvoru öðru,“ segir Halla. „Það er val sem okkur stendur til boða og það er brýnt að við veljum það öll. Það mun taka tíma, þannig að þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna.“
Stunguárás við Skúlagötu Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira