Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2024 14:21 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“ Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“
Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira