Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2024 10:21 Gummi Emil segir mikla mildi að ekki fór verr og þakkar lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki. Vísir Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. Í færslu á Instagram segist Guðmundur, oftast þekktur sem Gummi Emil, sjá sér þann kost vænstan að upplýsa almenning um það sem gerðist í gær. Hann hafi ákveðið að fara í svokallaðan „sveppatúr“ ásamt tveimur öðrum. „Þetta átti að standa frá ca 8:00 um morgun til kl 14:00. Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri,“ skrifar Guðmundur. View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Í þessum aðstæðum sé nauðsynlegt að fólk sé undir eftirliti einhverra sem séu alsgáðir og vel með á nótunum. „Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum,“ skrifar Guðmundur. Þakklátur lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki Hann segir mikla mildi að ekki fór verr fyrir honum eða öðrum. Hann sé þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra. „Það er nokkuð ljóst að ekki verður farið í svona meðferð á næstunni og verður að brýna fyrir fólki að takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka því í þetta sinn er það alger guðsmildi að ekki fór verr.“ Hann bætir við að auðvitað sé best að anda djúpt að sér góða loftinu hér á Íslandi, og láta þar staðar numið, auk þess sem hann þakkar skilning fólks. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. 22. september 2024 15:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Í færslu á Instagram segist Guðmundur, oftast þekktur sem Gummi Emil, sjá sér þann kost vænstan að upplýsa almenning um það sem gerðist í gær. Hann hafi ákveðið að fara í svokallaðan „sveppatúr“ ásamt tveimur öðrum. „Þetta átti að standa frá ca 8:00 um morgun til kl 14:00. Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri,“ skrifar Guðmundur. View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Í þessum aðstæðum sé nauðsynlegt að fólk sé undir eftirliti einhverra sem séu alsgáðir og vel með á nótunum. „Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum,“ skrifar Guðmundur. Þakklátur lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki Hann segir mikla mildi að ekki fór verr fyrir honum eða öðrum. Hann sé þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra. „Það er nokkuð ljóst að ekki verður farið í svona meðferð á næstunni og verður að brýna fyrir fólki að takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka því í þetta sinn er það alger guðsmildi að ekki fór verr.“ Hann bætir við að auðvitað sé best að anda djúpt að sér góða loftinu hér á Íslandi, og láta þar staðar numið, auk þess sem hann þakkar skilning fólks.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. 22. september 2024 15:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. 22. september 2024 15:20