Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Árni Sæberg skrifar 20. september 2024 10:53 Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Kampala hafa meðal annarra reynt að hafa uppi á manninum. Stjórnarráðið Íslensk kona á sextugsaldri hefur stefnt úgönskum eiginmanni sínum til lögskilnaðar en hún hefur hvorki heyrt frá honum né séð frá árinu 2007, skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum. Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Innlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Innlent Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Innlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Áfram á bak við lás og slá vegna andláts hjónanna Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana hjá Norðuráli Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kona tveggja flokka í Samtalinu Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Sjá meira
Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum.
Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Innlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Innlent Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Innlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Áfram á bak við lás og slá vegna andláts hjónanna Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana hjá Norðuráli Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kona tveggja flokka í Samtalinu Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Sjá meira
Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent