Fólk hafi samband við lögreglu í stað þess að deila sögum á netinu Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2024 16:21 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni á sunnudag var yfirheyrður nú síðdegis. Yfirlögregluþjónn hvetur fólk sem hefur haldbærar upplýsingar, sem hafi þýðingu fyrir rannsókn málsins, til að koma með þær til lögreglu. Þar eigi þær heima, en ekki í sögusögnum sem gangi manna á milli á internetinu. „Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“ Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
„Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira